Vanda býður sig fram til formanns KSÍ
Króksarinn Vanda Sigurgeirsdóttir segir á Facebook-síðu sinni í morgun að hún muni bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, en boðað hefur verið til aukaþings samtakanna þann 2. október eftir að stjórn og formaður sagði af sér fyrir skömmu. Eins og kunnugt er átti Vanda farsælan feril í fótboltanum, bæði sem leikmaður og þjálfari.
„Ég hef fengið fjölda áskorana frá fjölskyldu og vinum, frá fjölbreyttum hópi fólks í samfélaginu og úr knattspyrnuhreyfingunni sjálfri. Ég er mjög þakklát fyrir þessa hvatningu. Þetta var ekki einföld ákvörðun en af vandlega íhuguðu máli ákvað ég bjóða mig fram. Mér þykir vænt um þessa hreyfingu og hef verið partur af henni stóran hluta ævi minnar. Ég tel að ég sé vel til þess fallinn að leiða þá vinnu sem framundan er,“ skrifar Vanda. Margir hafa lýst ánægju sinni með ákvörðun Vöndu enda afar frambærilegur fulltrúi þar á ferð.
Feykir óskar Vöndu góðs gengis í þeirri kosningabaráttu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.