Hilmir Rafn til liðs við Venezia á Ítalíu

Hilmir Rafn fagnar marki með liði Fjölnis í sumar. MYND: FB/Fjölnir/Lars Davíð
Hilmir Rafn fagnar marki með liði Fjölnis í sumar. MYND: FB/Fjölnir/Lars Davíð

Húni.is segir frá því að Knattspyrnudeild Fjölnis og Venezia FC hafa náð samkomulagi um að 17 ára gamall strákur frá Hvammstanga, Hilmir Rafn Mikaelsson, muni ganga til liðs við ítalska félagið á lánssamning. Samningurinn er til eins árs en að lánstíma loknum hefur Venezia rétt á að kaupa Húnvetninginn efnilega.

Hilmir Rafn kemur úr öflugu unglingastarfi Fjölnis og í frétt Húnahornsins segir að hann hafi meðal annars verið hluti af hinum sterka 3. flokki sem varð bikarmeistarar á síðasta ári og hafnaði í 2. sæti í Íslandsmótinu.

„Hilmir vakti töluverða athygli á sér fyrr á þessu ári þegar hann hlaut eldskírn sína með meistaraflokki og hefur stimplað sig vel inn með 4 mörkum í 13 leikjum. Þar að auki skoraði hann tvö mörk í tveimur leikjum með U19 landsliði Íslands fyrr í sumar.“

Meistaraflokkur Fjölnis spilar í Lengjudeildinni í sumar en lið Venezia, sem er frá Feneyjum, spilar í Seríu A á Ítalíu.

Mynd: FB/Fjölnir/Lars Davíð

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir