Íþróttir

„Síðari umferðin leggst vel í okkur“

Nú þegar Pepsi Max deild kvenna er hálfnuð, fyrri umferðin að baki, eru nýliðar Tindastóls í neðsta sæti með átta stig en eftir ágæta byrjun á mótinu fylgdu fimm tapleikir í röð. Liðið hefur hins vegar haldið markinu hreinu í síðustu tveimur leikjum og hirt í þeim fjögur stig af liðunum í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Það gefur góða von um framhaldið og vonandi að liðið sé búið að finna taktinn í efstu deild. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir þjálfara liðsins, þá Guðna Þór Einarsson og Óskar Smára Haraldsson.
Meira

Barist með kjafti og klóm fyrir þremur stigum í Garðabænum

Þar kom að því að Stólastúlkur nældu í útisigur og sinn annan sigur í Pepsi Max deildinni. Þær heimsóttu lið Stjörnunnar í Garðabæinn í gær en heimaliðið hafði sigrað Íslandsmeistara Breiðabliks í umferðinni á undan, voru í fjórða sæti deildarinnar og því fullar sjálfstrausts. María Dögg kom liði Tindastóls í forystu á 7. mínútu með þrumupoti af hálfs meters færi og síðan vörðu stelpurnar forystuna allt til loka leiksins. Lokatölur 0-1 og þó lið Tindastóls sé enn í neðsta sæti gefa úrslitin í síðustu tveimur leikjum, þar sem liðið hefur haldið hreinu, ástæðu til bjartsýni.
Meira

Andrea og Stefanía Íslandsmeistarar

Íslandsmót Frjálsíþróttasambands Íslands fyrir 15-22 ára fór fram um sl. helgi á Selfossi. Andrea Maya Chirikadzi varð Íslandsmeistari í sleggjukasti 18-19 ára stúlkna, einnig lenti hún í 2. sæti í kringlukasti og 2. sæti í kúluvarpi í sama aldurshóp. Stefanía Hermannsdóttir varð Íslandsmeistari í spjótkasti 18-19 ára stúlkna, einnig lenti hún í 3. sæti í kringlukasti í sama aldurshóp.
Meira

Kvennamót Golfklúbbs Skagafjarðar

Árlegt kvenmamót var haldið á laugardaginn í dásamlegu veðri á Hlíðarendavelli. Á mótinu spiluðu 44 konur víðsvegar af Norðurlandi. Glæsilegt vinningahlaðborð var í boði fyrirtækja í Skagafirði.
Meira

Avis samningur, frískir nýliðar og árshátíð GSS

Í gæ var undirritaður samningur milli GSS og Avis bílaleigu til tveggja ára. Avis er einn af samstarfsaðilum GSS og eru veifur á flaggstöngum á öllum flötum merktar Avis. Þar að auki er Avis styrktaraðili á opna Avis mótinu sem verður laugardaginn 24. júlí, en þar verða veglegir vinningar. Samningurinn felur í sér ákvæði um styrk og leigu GSS á bílum frá Avis. Samninginn undirrituðu Baldur Sigurðsson frá Avis og Kristján Bjarni formaður GSS.
Meira

Meistaramót Golfklúbbsins Óss á Blönduósi 2021

Dagana 2. - 3. júlí var Meistaramót Golfklúbbsins Óss á Blönduósi haldið. Keppt var í meistaraflokki karla þar sem að Jón Jóhannsson bar sigur úr býtum, meistaraflokki kvenna þar sem að Birna Sigfúsdóttir stóð uppi sem sigurvegari og í 1. flokki karla en þar sigraði Grímur Rúnar Lárusson.
Meira

Pape vaskur í níu marka veislu á Vopnafirði

Tindastólsmenn skutust austur á Vopnafjörð í gær þar sem Einherjar biðu eftir að taka á móti þeim í mikilvægum slag í botnbaráttu 3. deildar. Lukkan hefur ekki verið í liði með Stólunum í síðustu leikjum og staða liðsins því ekki góð í deildinni. Það var því bráðnauðsynlegt fyrir leikmenn að sýna úr hverju þeir eru gerðir og grípa stigin þrjú með sér heim og rífa sig upp úr fallsæti í leiðinni. Þetta hafðist í níu marka veislu þar sem Stólarnir skoruðu helmingi fleiri mörk en heimamenn. Lokatölur 3-6.
Meira

Siggi Aadnegard með þrennu fyrir toppliðið

Húnvetningar hafa verið á flugi í 4. deildinni og eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum hafa þeir unnið alla leiki síðan. Liðið sem lagði Kormák Hvöt í gras í byrjun tímabils var lið Léttis úr Breiðholti og þeir mættu einmitt á Blönduósvöll í gær í fyrsta leik síðari umferðar D-riðilsins. Húnvetningar voru ekki á þeim buxunum að fella flugið niður því þeir náðu forystunni snemma leiks og sigruðu örugglega 4-1.
Meira

Fyrstu Íslandsmeistarar Tindastóls í badminton - Íþróttagarpar Feykis

Á Íslandsmeistaramóti unglinga í badminton, sem fram fór á Akranesi í maí, sendi badmintondeild Tindastóls í fyrsta sinn keppendur á slíkt mót, systurnar Júlíu Marín, sem spilar í U11 og Emmu Katrínu í U13 og náðu þær frábærum árangri. Báðar komust þær í úrslit í öllum greinum sem þær tóku þátt í og enduðu sem Íslandsmeistarar í tvíliðaleik í sínum flokkum og þar með fyrstu tveir Íslandsmeistaratitlar til Tindastóls í þessari vinsælu íþrótt.
Meira

Tindastólsfólk í lokahópum KKÍ

Körfuknattleikssamband Íslands hefur valið 16 manna lokahópa í U-16 og U-18 ára landsliðum Íslands fyrir sumarið. Það vill svo skemmtilega til að Tindastóll á þar 5 fimm fulltrúa, tvo í U-16 karla og þrjá í U-18 kvenna.
Meira