Þeir sem að minna mega sín | Jónína Björg Magnúsdóttir skrifar

Jónína Björg Magnúsdóttir, Sósíalistaflokknum. AÐSEND MYND
Jónína Björg Magnúsdóttir, Sósíalistaflokknum. AÐSEND MYND

Okkar minnstu bræður sem að ekki ná að hugsa um sig sjálf sökum fötlunar og munu þurfa einhverskonar aðstoð allt sitt líf eru mér ofarlega í huga. Fyrst og fremst vegna þess að í mínu nærumhverfi eru einstaklingar og ömmubörn sem að munu þurfa á slíkri þjónustu að halda. Ég hef unnið mikið með fötluðum bæði hér heima og þegar að ég bjó í Svíþjóð í 8 ár en þar vann ég á heimili fyrir fjölfatlaða. Fyrir þennan hóp er mjög mikilvægt að búa við öryggi og rútínu og að þekkja sitt nærumhverfi vel, það hjálpar þeim að líða vel og að líf þeirra raskist sem minnst. Ör skipti á starfsfólki hvort sem er í skóla, vinnustað eða í stuðningsteymi getur sett allt á hvolf. Ef mannabreytingar eru fyrirsjáanlegar þá þarf að hugsa um að undirbúa einstaklinginn fyrir það.

Fyrir rúmri viku leit ég við í Verslunin Eyri á Sauðárkrók og þar í anddyrinu sátu nokkrir menn við sína iðju sem var að pakka skrúfum í poka. Ég tók þá tali og þeir fræddu mig um það að þeir eru á Eyri tvisvar í viku í tæpa tvo tíma og pakka meðal annars skrúfum. Þarna voru einstaklingarnir á sínum forsendum og fengu að taka þátt í samfélagin og vinna miðað við getu hvers og eins. Þá varð mér hugsað til míns gamla vinnustaðar Fjöliðjunnar á Akranesi þar sem að ég vann í 5 ár. Oft vantaði verkefni hvort sem að var hæfingarmegin í þjálfun eða vinnustaðar megin en þar voru getumeiri einstaklingar sem gátu leyst flóknari verkefni. Þeir sem að sátu við stjórnvölinn voru sífellt með augun opin fyrir nýjum hugmyndum og verkefnum sem nýst gæti vinnustaðnum.

Í haust var Fjöliðjan á Akranesi 40 ára, heilmikið afmæli var haldið og starfsfólk tók á móti hátt í 200 manns kíktu við og allir fengu að sjálfsögðu sneið af afmælisköku áttu spjall og skoðuðu vinnustaðinn.

Á fyrstu árum Fjöliðjunnar fór starfsemin hægt af stað en í dag eru um sjötíu starfsmenn í Fjöliðjunni í alls konar verkefnum, atvinna með stuðningi , örorkuvinnusamningar út í atvinnulífinu við ýmis störf, ungir starfsmenn í tilboðum að kynna sér ýmsan vettvang í samfélaginu. Allt undir regnlhlíf Fjöliðjunnar í góðri samvinnu við marga aðila.

Verkefnin í gegnum tíðina hafa tekið mið og mótast af aðsæðum á hverjum tíma. Sem dæmi má nefna saumun og frágangur á striga fyrir útflutning á skreið var stórt verkefni til margra ára. Gerð jólasería með gömlu góðu lituðum perunum. Steypun á rafefnum til húsagerðar, múffur og hólkar sem notaðar var þegar rafmagn var lagt t.d. í nýbyggingar.

Meðfram vegum landsins eru gular stikur og merking þeirra var í mörg ár eitt af þeim verkefnum sem að Fjöliðjan sinnti og verður mér alltaf hugsað til þeirra þegar ég er á ferðinni utanbæjar.

Í dag eru fjölbreytt verkefni innt af hendi í Fjöliðjunni. Þar má nefna pökkun á prins póló, salti í einstaklegar fallegar umbúðir í smásölu, móttaka einnota umbúða, stærsta umhverfisverkefni Akraness ,þar sem viðskiptavinir Fjöliðjunnar sækja um 84 milljónir á ári fyrir afgjald umbúðanna. Búkolla nytjamarkaður sem er einstaklega vel sóttur af viðskiptavinum í raun alls staðar af landinu.

Það er mín von að fyrirtæki um land allt leiti til verndaðra vinnustaða þegar þarf að inna minni og stærri verkefni af hendi sem gætu hentað slíkum stöðum. Ég veit að því verður tekið fagnandi.

Einnig er mikilvægt að fatlaðir einstaklingar og fólk með skerta vinnugetu fái að koma og vinna í fyrirtækjum landsins og taka þannig þátt í samfélaginu þrátt fyrir hamlanir og ég veit til dæmis að VIRK er í miklu samstarfi út í þjóðfélagið til að finna úrræði fyrir sína skjólstæðinga og koma fólki aftur út á vinnumarkaðinn.

Höldum utanum alla í samfélaginu okkar og sérstaklega um þá sem að minna meiga sín.

Jónína Björg Magnúsdóttir
Greinarhöfundur er í 2.sæti á lista Sósíalista í NV-kjördæmi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir