Íþróttir

Húnvetningar lutu í gras í uppgjöri toppliðanna

Toppliðin í D-riðli 4. deildar, Vængir Júpiters og Kormákur/Hvöt mættust á Fjölnisvelli í dag en liðin voru jöfn að stigum að loknum átta umferðum í riðlinum. Það var hart barist en eftir að tveir Húnvetningar litu rautt spjald fór svo á endanum að Vængirnir höfðu betur, unnu leikinn 3-2, og tróna nú einir á toppi riðilsins.
Meira

Körfuboltabúðir Tindastóls 9.-13. ágúst

Körfuboltabúðir Tindastóls verða haldnar vikuna 9.-13.ágúst. Markmið körfuboltabúða Tindastóls er að gefa körfuboltakrökkum, allstaðar af á landinu, skemmtilega upplifun og tækifæri til að vinna í sínum styrkleikum og veikleikum innan og utan vallar undir handleiðslu metnaðarfullra þjálfara við topp aðstæður. Í búðirnar koma þjálfarar úr öllum áttum sem hafa reynslu sem leikmenn og eða af þjálfun á afrekssviði. Það er von okkar að iðkendur muni læra mikið af þeim.
Meira

Hvar var lið Tindastóls í síðari hálfleik?

Í hádeginu í dag mættust Tindastóll og lið KFS úr Eyjum við frábærar aðstæður á Króknum. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur báðum liðum í botnbaráttu 3. deildar en með sigri hefðu Stólarnir náðu að slíta sig aðeins frá neðstu liðum en næði KFS, sem vermdi botnsætið fyrir leikinn, í stigin þrjú breyttist slagurinn á botninum í vígvöll. Staða Stólanna var vænleg í hálfleik en heimamenn sýndu flestar sínar verstu hliðar í seinni hálfleik og töpuðu að lokum 1-2.
Meira

Golf er stórskemmtileg íþrótt fyrir alla -::- Atli Freyr Rafnsson íþróttastjóri Golfklúbbs Skagafjarðar

Feykir hefur áður sagt fá því að Atli Freyr Rafnsson hafi verið ráðinn íþróttastjóri Golfklúbbs Skagafjarðar og mun annast þjálfun barna og unglinga ásamt því að sinna almennum félagsmönnum. Hann mun einnig skipuleggja komur gestaþjálfara og starfa með þeim við þjálfun, ásamt því að starfa náið með barna- og unglingadeild GSS. Atli Freyr er stúdent frá FNV og var að ljúka fyrsta ári í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur Atli starfað við þjálfun og fleira hjá GSS undanfarin ár. Atli varð við bón Feykis að svara nokkrum spurningum varðandi starfið og golfáhugann.
Meira

Maddie Sutton til liðs við Tindastól

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur samið við bandaríska leikmanninn Maddie Sutton um að leika með meistaraflokki kvenna næsta tímabil. Maddie er 23 ára framherji og 182cm á hæð, lék með Tusculum Pioneers og vann nú í vetur með liðinu back to back SAC meistaratitilinn. Hún var valin kvenn-íþróttamaður ársins 2021 í Tusculum University og valin í lið ársins fyrir 2020-21 D2CCA All-American.
Meira

Margrét Rún hélt hreinu í 1-0 sigri á Dönum

U16 ára landslið kvenna mætti Danmörku 2 á opna Norðulandamótinu í Aabenraa sem hófst klukkan 12:30 í dag. Margrét Rún Stefánsdóttir var í byrjunarliði Íslands í leiknum og lék allan leikinn. Leikurinn endaði 1-0 fyrir Íslandi og hélt Margrét því markinu hreinu. Áður hafði Ísland gert 1-1 jafntefli við Svíþjóð í mótinu en Margrét sat á bekknum í þeim leik.
Meira

400 krakkar á Smábæjarleikunum á Blönduósi um helgina

Smábæjarleikarnir á Blönduósi hefjast í dag og standa fram á sunnudag. Á mótið eru skráðir um 400 krakkar í rúmlega 50 liðum úr 12 félögum, alls staðar af landinu.
Meira

Eva Rún, Fanney og Inga Sólveig skrifa undir

Það er nóg að gera hjá stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls þessa dagana en auk þess að ráða aðstoðarþjálfara fyrir karlaliðið var í dag samið við Ingu Sólveigu Sigurðardóttur, Fanneyju Maríu Stefánsdóttur og Evu Rún Dagsdóttur um að leika með meistaraflokki kvenna í körfubolta næsta tímabil. Þær léku allar með liði Tindastóls síðasta vetur og komu upp í gegnum yngri flokka starf Stólanna.
Meira

Svavar Atli ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Tindastóls í körfunni

Í tilkynningu sem Feyki barst rétt í þessu frá stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls kemur fram að samið hefur verið við Svavar Atla Birgisson um að taka að sér starf aðstoðarþjálfara hjá meistaraflokki karla í körfubolta. Jan Bezica, sem hefur verið aðstoðarþjálfari Baldurs Þórs Ragnarsson, þjálfara Tindastóls, var fyrir skömmu ráðinn þjálfari kvennaliðs Tindastóls og Svavar tekur við hans hlutverki.
Meira

Stólarnir kræktu í stig gegn KFG

Í gær mættust lið KFG og Tindastóls í 3. deild karla í knattspyrnu á OnePlus vellinum í Garðabæ en leikurinn átti að fara fram snemma á tímabilinu en var þá frestað vegna Covid-smita í Skagafirði. Tindastólsmenn mættu sprækir til leiks eftir góðan sigur á Vopnafirði og áttu skilið að fara með öll stigin með sér norður en eins og stundum áður gekk illa að landa stigunum þremur og Garðbæingar jöfnuðu leikinn skömmu fyrir leikslok. Lokatölur 2-2.
Meira