Vanda Sigurgeirsdóttir kjörin formaður KSÍ

Vanda Sigurgeirsdóttir er næsti formaður KSÍ en kosið var milli hennar og Sævars Péturssonar á 76. ársþingi sambandsins sem fram fór í dag. Vanda fékk 105 atkvæði eða 70,47% en Sævar 44 eða 29,53% atkvæða. Vanda tók við formennsku hjá KSÍ á haustdögum 2021 á mjög erfiðum tímamótum hjá sambandinu eftir að fyrrum formaður og stjórn sagði af sér, eins og flestir þekkja.

Vanda er baráttumanneskja og fyrrum afrekskona í íþróttum, með víðtæka stjórnunarreynslu, fjölbreytta menntun og reynslu af þjálfun og félagsstörfum. Hún er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði frá KHÍ, með áherslu á stjórnun menntastofnana.

Vanda hefur komið víða við í knattspyrnunni og m.a. verið þjálfari meistaraflokks karlaliðs Neista á Hofsósi og þjálfari yngri flokka karla og kvenna hjá Tindastól og meistaraflokki kvenna.

ÍA: Aðstoðarþjálfari og þjálfari yngri flokkar kvenna.
Breiðablik: Yngri flokkar kvenna og meistaraflokkur kvenna, ásamt afreksþjálfun.
Fylkir: Yngri flokkar karla.
KR: Meistaraflokkur kvenna.
Þróttur: Yngri flokkur kvenna og meistaraflokkur kvenna, ásamt yfirþjálfun.
Landslið: Yngri landslið kvenna (U16, U18 og U20) og A landslið kvenna.

Knattspyrnuferill:
1975 - 1982: Yngri flokkar karla Tindastóll.
982: KA.
1983 - 1987: ÍA.
1988 - 1989: GAIS í Gautaborg.
1989: ÍA.
1990 -1996: Breiðablik.
1985 -1996: A landslið kvenna. Fyrirliði frá 1992.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir