Júlía Marín, og Emma Katrín komust á pall á badmintonmóti helgarinnar
Um helgina fór Landsbankamót ÍA í badminton fram á Akranesi þar sem Skagfirðingar voru meðal 150 keppenda frá níu félögum. Tindastóll sendi tvo keppendur til leiks á mótið, systurnar Júlíu Marín, og Emmu Katrínu og komust þær báðar á verðlaunapall.
Júlía Marín, sem keppir í U11, vann sinn flokk í einliðaleik og Emma Katrín, sem keppir í U15, sinn flokk í tvíliðaleik. Vel gert hjá þessum miklum keppnismanneskjum en þær eiga ekki langt að sækja badmintonáhugann þar sem faðir þeirra, Helgi Jóhannesson, er landsliðsþjálfari í badminton og aðalhvatamaður að stofnun badmintondeildar Tindastóls. Móðir stúlknanna er Króksarinn Freyja Rut Emilsdóttir.
Emma Katrín, sem keppir í U15,
vann sinn flokk í tvíliðaleik ásamt
Kötlu Sól Arnarsdóttur, sem spilar
fyrir Badmintonfélag Hafnarfjarðar.
Næsta mót hjá badmintoniðkendum er Íslandsmót unglinga sem fer fram helgina 26.-27.mars í Reykjavík.
Þær systur voru Íþróttagarpar Feykis síðasta sumar eins og hægt er að lesa HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.