Íþróttir

Stóllinn 2021-2022 kominn út

Nýr árgangur af Stólnum, kynningarblaði körfuknattleiksdeildar Tindastóls, er kominn í dreifingu en það er kkd. Tindastóls og Nýprent sem gefa blaðið út. Starfsfólk Nýprents hafði veg og vanda af efnisöflun og skrifum en það er svo Davíð Már Sigurðsson sem á meginpart myndanna í Stólnum.
Meira

Stjörnustúlkur sterkari á endasprettinum

Kvennalið Tindastóls fór suður í Garðabæinn í gær þar sem þær mættu liði Stjörnunnar fyrir framan 28 áhorfendur í Mathús Garðabæjar höllinni. Leikurinn var lengstum jafn og spennandi þó svo heimastúlkur hafi lengstum haft frumkvæðið. Heimastúlkurnar hófu fjórða leikhluta af krafti og þá áttu gestirnir ekkert svar. Lokatölur 84-63 eftir að þremur stigum hafði munað í hálfleik.
Meira

Íþróttagarpurinn Hilmir Rafn Mikaelsson - Ætlar að sýna sínar bestu hliðar á Ítalíu

Feykir greindi frá því í sumar að hinn efnilegi knattspyrnumaður frá Hvammstaga, Hilmir Rafn Mikaelsson, hefði gengið til liðs við Venezia á Ítalíu, sem hefur sínar bækistöðvar í Feneyjum, og spilar í Seríu A þar í landi.
Meira

Tindastólsmenn lagvissir í Ljónagryfjunni

Lið Tindastóls gerði fína ferð í Njarðvík í gær þar sem það mætti liði heimamanna í fimmtu umferð Subway-deildarinnar. Bæði lið höfðu tapað síðustu leikjum sínum eftir góða byrjun á mótinu og því mikilvægt að hrista af sér slenið og komast aftur á sigurbraut. Að venju var boðið upp á baráttu og leikgleði í Ljónagryfjunni en í gær var lið Tindastóls einfaldlega betra og uppskar góðan sigur, vörðust betur en heimamenn og skoruðu meira. Sem er mikilvægt... Lokatölur 74-83.
Meira

Stjarnan lagði Stólana eftir dramatískar lokasekúndur

Tindastóll fékk lið Stjörnunar í heimsókn í 16 liða úrslitum í VÍS bikarnum í kvöld. Jafnræði var með liðunum framan af leik en Stjarnan náði undirtökunum í þriðja leikhluta og virtist ætla að stinga Stólana af. Taiwo Badmus og Siggi Þorsteins héldu heimamönnum inni í leiknum og fjórði leikhluti var æsispennandi. Lið Tindastóls fékk færi á að klára leikinn með góðri lokasókn en hún var langt frá því að vera sannfærandi og ekki vildi boltinn í körfu Stjörnunnar sem nældi þar með í sigurinn, lokatölur 78-79.
Meira

Stólastúlkur áttu ekki breik í Blika

Kvennalið Tindastóls mætti liði Breiðabliks í 16 liða úrslitum VÍS bikarsins í dag og var spilað í Smáranum í Kópavogi fyrir framan 32 áhorfendur. Lið Blika spilar í Subway deildinni og er ansi sterkt þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn af fyrstu sex leikjum sínum í vetur. Þær reyndust í það minnsta of sterkar fyrir Stólastúlkur og unnu að lokum stórsigur, 111-53, og lið Tindastóls því úr leik í bikarnum.
Meira

Viðburðaríkt sumar hjá Guðmari Frey Magnússyni - Tilnefndur sem efnilegasti knapi landsins

Sumarið hjá hinum unga og bráðefnilega knapa Guðmari Frey Magnússyni reyndist heilladrjúgt þrátt fyrir skakkaföll sem næstum kom í veg fyrir að hann næði að keppa á helstu hestamótum landsins. Árangurinn var það góður að valnefnd Landssambands hestamanna tilnefndi hann sem efnilegasta knapa ársins 2021, ásamt fjórum öðrum. Auk þess er Íbishóll tilnefndur sem keppnishestabú ársins hvar Guðmar keppir fyrir og þaðan kemur aðal hestakosturinn. Úrslit verða kunngjörð í dag 30. október á verðlaunahátíð sem einungis er ætluð boðsgestum en beina útsendingu frá verðlaunaafhendingunni verður hægt að nálgast á Alendis TV kl 17. Þá er Guðmar einnig tilnefndur til afreksknapa í ungmennaflokki hjá Hestamannafélaginu Skagfirðingi en úrslit þar ráðast á árshátíð félagsins sem haldin er 6. nóvember í Árgarði.
Meira

„Héldum ekki okkar plani,“ segir Helgi Rafn um leikinn í gær

Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Subway-deildinni í körfubolta og sóttu tvö mikilvæg stig í Skagafjörðinn í gærkvöldi þegar þeir báru sigurorð af lánlitlu Tindastólsliði. Þriðji leikhlutinn reyndist heimamönnum erfiður og kostaði þá sigurinn þegar upp var staðið. Lokatölur 77 - 86.
Meira

Skákþing Norðlendinga á Kaffi Krók

Skákþing Norðlendinga verður haldið á Kaffi Krók á Sauðárkróki 12. til 14. nóvember og hefst taflmennskan kl. 19.00, föstudagskvöldið 12. og verða þá tefldar fjórar umferðir atskáka með 25 mín. umhugsunartíma.
Meira

Hvatapeningar hækka í Svf. Skagafirði

Á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að sveitarstjórn hafi samþykkt tillögu félags- og tómstundanefndar um að hækka hvatapeninga úr 25.000 krónum í 40.000 krónur frá og með 1. janúar nk. Hvatapeningar eru ætlaðir til niðurgreiðslu íþrótta- og tómstundastarfs barna á aldrinum 5-18 ára með lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði. Reglur um hvatapeninga verða áfram óbreyttar.
Meira