Deildarmeistarar, já deildarmeistarar!

Pétur tekur við bikarnum í kvöld – til hamingju strákar! MYND: ÓAB
Pétur tekur við bikarnum í kvöld – til hamingju strákar! MYND: ÓAB

Til hamingju Tindastólsfólk nær og fjær! Strákarnir gerðu sér lítið fyrir í kvöld og lögðu Íslands- og bikarmeistara Vals í næsta öruggum sigri í Síkinu. Þetta er í fyrsta sinn sem lið Tindastóls verður deildarmeistari í körfuknattleik í sögu félagsins og sannarlega frábær áfangi. Lokatölur voru 88-74 og nú bíður úrslitakeppnin handan við hornið en þar mæta Stólarnir liði Keflvíkinga – rétt eins og Stólastúlkur.

Tindastóll náði forystunni strax í byrjun og hafði yfirhöndina allan tímann. Staðan var 53-37 í hálfleik og gestunum gekk ekkert að saxa á það forskot í síðari hálfleik. Arnar var stigahæstur í kvöld með 20 stig, Drungilas gerði 17 og Sadio 16 og flest í fyrri hálfleik.

Vel var mætt í Síkið í kvöld og stemningin eins og hún gerist best. Það voru þeir feðgar Hugi Halldórsson og Halldór dómari Halldórsson sem afhentu sigurlaunin og Pétur Rúnar Birgisson fyrirliði Tindastóls lyfti deildarbikarnum í fyrsta skipti.

Það verður einhversstaðar stuð í nótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir