feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
07.11.2024
kl. 12.08 oli@feykir.is
Á fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar var í byrjun október tekin fyrir umsókn frá Kaupfélagi Skagfirðinga um lóðir eða svæði austan við Aðalgötu 16b þar sem áður var Minjahús Skagafjarðar. Húsið var gert upp og stækkað og þar eru nú 28 vel búin herbergi ætluð m.a. starfsmönnum sem starfa hjá KS í sláturtíðinni. Fram kemur í fundargerðinni að Kaupfélagið sjái fyrir sér að fjölga gistirýmum á reitnum þannig að þar verði a.m.k. 50 herbergi og hótel rekið á ársgrundvelli.
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Hestar, Lokað efni
07.11.2024
kl. 09.59 oli@feykir.is
Uppskeruhátíð æskulýðsdeildar Skagfirðings fór fram sunnudaginn 3. nóvember sl. þar sem veitt voru verðlaun fyrir gott keppnistímabil. Pollarnir fengu öll þátttökuverðlaun fyrir flottan árangur og alveg ljóst að framtíðin er björt hjá Hestamannafélaginu Skagfirðing með alla þessa efnilegu og flottu knapa.
Frá því kvótakerfið var lögfest árið 1983 hefur okkur aldrei tekist að uppfylla markmið kvótakerfisins, sem var að auka veiði. Árin fyrir lögfestingu kvótakerfisins veiddust yfirleitt um 400.000 tonn af þorski á ári og studdum mun meira, en síðan kvótakerfið tók gildi þá heyrir það til undantekninga að þorskaflinn nái yfir 200.000 tonn.
„Ameríkanar eru klikk!“ sagði Steinríkur þegar hann og Ástríkur höfðu kynnst heimamönnum eftir að hafa óvart rambað á þessa sérkennilegu nýju heimsálfu. Það er ekki alveg pottþétt að hann hafi haft rétt fyrir sér en heldur ekki ómögulegt..
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
06.11.2024
kl. 16.14 oli@feykir.is
Knattspyrnudeild Tindastóls hélt lokahóf sitt í Ljósheimum laugardagskvöldið 5. október en í sumar átti Tindastóll lið í Bestu deild kvenna og 4. deild karla og gekk þeim báðum vel. Að venju voru bestu leikmenn, þeir efnilegustu og bestu liðsfélagarnir valdir og hjá stúlkunum var María Dögg Jóhannesdóttir velin best og Josu Ibarbia hjá strákunum.
Gamalkunnugur gestur er mættur í veðurspá Veðurstofunnar eftir nokkrar fjarveru, nefnilega appelsínugula viðvörunin. Um átta í fyrramálið hvessir duglega hér á Norðurlandi vestra en gul viðvörun er fram að hádegi en þá bætir í vindinn og tekur sú applesínugula við um hádegi og stendur fram á kvöld.
Nú eru rúmar þrjár vikur þar til kosið verður til Alþingis. Hér í Norðvesturkjördæmi verða tíu listar á atkvæðaseðlinum. Reiknað var með ellefu framboðum en Græningjum tókst ekki að setja fram lista hér frekar en annars staðar á landinu. Það er næsta víst að það eiga ekki allir heimangegnt á kjörstað 30. nóvember og þurfa því að kjósa utan kjörstaðar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst fimmtudaginn 7. nóvember.
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning, Lokað efni
06.11.2024
kl. 09.56 oli@feykir.is
Einn af föstum viðburðum Heimilisiðnaðarsafnsins er að halda fyrirlestur eða fyrirlestra sem fara oftast fram á haustdögum og nú laugardaginn 26. október sl. Í þetta sinn ræddi Jón Torfason, sagnfræðingur, um fatnað almúgafólks á 18. og 19. öld.
Í lok október fór 64. Landsþingi Landssambands hestamannafélaga fram í Borgarnesi en fyrir þinginu lágu 40 mál. Fram kemur í tilkynningu frá LH að stjórn hafi verið kjörin til næstu tveggja ára. Unnur Rún Sigurpálsdóttir úr Hestamannafélaginu Skagfirðingi var ein hinna kjörnu og situr til ársins 2026. Linda Björk Gunnlaugsdóttir úr hestamannafélaginu Spretti var rétt kjörin nýr formaður og tekur hún við af Guðna Halldórssyni.
Kosningar færast óðfluga nær og hjá sumum ríkir töluverð eftirvænting, spenna eða jafnvel þórðargleði en aðrir eru fyrir löngu orðnir hundleiðir á þessari tík og vildu helst lóga henni.
Ferðaþjónustan hefur verið ein af leiðandi ástæðum fyrir vaxtaþrótti íslensks samfélags undanfarin ár og eftirspurn eftir íslenskri ferðaþjónustu hefur vaxið af miklum krafti þótt jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafi leitt til ákveðinnar hnignunar. Þrátt fyrir allt hefur fjöldi erlendra ferðamanna á fyrstu níu mánuðum ársins verið lítillega yfir fjölda síðasta árs en fjöldi gistinátta hefur hins vegar dregist saman. Eins og kemur fram í þjóðhagsspá Hagstofunnar í nóvember er búist við því að fjöldi erlendra ferðamanna haldist stöðugur á næsta ári í 2,3 milljónum.
Okkar minnstu bræður sem að ekki ná að hugsa um sig sjálf sökum fötlunar og munu þurfa einhverskonar aðstoð allt sitt líf eru mér ofarlega í huga. Fyrst og fremst vegna þess að í mínu nærumhverfi eru einstaklingar og ömmubörn sem að munu þurfa á slíkri þjónustu að halda. Ég hef unnið mikið með fötluðum bæði hér heima og þegar að ég bjó í Svíþjóð í 8 ár en þar vann ég á heimili fyrir fjölfatlaða.
Það er fátt mýkra en kanínur og ef þær eru til í knús þá er yndislegt að kúra með þessi dýr. En þær geta verið misjafnar þessar elskur en kanínan sem Telma Ýr í Kvistahlíðinni á Króknum á er mikið fyrir að vera nálægt mannfólkinu sínu og láta brasa með sig. Telma Ýr er dóttir Hildar Haraldsdóttur og Skarphéðins Stefánssonar og á hún eina systur, Ardísi Hebu.