Hópur Íra á snjóflóða- og fjallabjörgunarnámskeiði í Tindastól

Ljósm. Gunnar Agnar Vilhjálmsson.
Ljósm. Gunnar Agnar Vilhjálmsson.

Helgina 8. og 9. mars var líf og fjör í Tindastól eins og vant er á þessum tíma þegar hvíta gullið lætur sjá sig og lék veðrið við gesti svæðisins. Skíðasvæðið var að sjálfsögðu opið og voru frábærar aðstæður til skíðaiðkunar, opið í allar lyftur og búið að gera flotta gönguskíðabraut.

En það var ekki það eina sem fyrir augu fólks bar á svæðinu því hin árlega nýliðaæfing hjá Hjálparsveit Skáta í Garðabæ var í gangi ásamt því að þrettán Írar voru mættir hingað á snjóflóða- og fjallabjörgunarnámskeið. Sú æfing var á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjörgu en Björgunarsveitin Skagfirðingasveit hjálpuðu til við skipulagningu. Öll bókleg kennsla fór svo fram í Sveinsbúð, sem er björgunarsveitarhúsið á Króknum. Á laugardeginum fóru svo þrír félagar úr Skagfirðingarsveit með Írana upp á topp Tindastóls í útsýnisferð og sló ferðin rækilega í gegn hjá hópnum.

Meðfylgjandi myndir eru teknar af Gunnari Agnari Vilhjálmssyni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir