Krakkarnir á Barnabóli á Skagaströnd glaðir með nýja útieldhúsið

Hér verða örugglega galdraðar fram fallegar drullukökur í framtíðinni. Mynd tekin af skagastrond.is
Hér verða örugglega galdraðar fram fallegar drullukökur í framtíðinni. Mynd tekin af skagastrond.is

Í fréttaskoti sem Sveitarfélagið Skagaströnd sendi frá sér á dögunum var krúttleg frétt frá leikskólanum Barnaból á Skagaströnd. Fyrir stuttu síðan var nefnilega tekið í notkun nýtt og glæsilegt útieldhús sem hefur vakið mikla lukku hjá krökkunum. Foreldrafélag Barnabóls styrkti framkvæmdina og á það skilið miklar þakkir fyrir. Börnin hafa notið þess að leika sér í eldhúsinu í góða veðrinu sem hefur glatt Skagstrendinga síðustu misseri. Þá óskar leikskólinn eftir því að ef einhver á eldhúsáhöld sem gætu nýst í þessu fína eldhúsi fyrir krakkana þá tekur leikskólinn vel á móti slíkum búnaði. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir