Kleinubakstur til að safna fyrir æfingaferð á USA CUP

Hluti af 3. flokki karla sem ætlar sér út til Minneapolis á USA CUP. Mynd aðsend.
Hluti af 3. flokki karla sem ætlar sér út til Minneapolis á USA CUP. Mynd aðsend.

Sú hefð hefur skapast hjá 3. flokki, hjá Knattspyrnudeild Tindastóls, að ferðast erlendis í æfingaferð. Þetta árið er komið að 3. flokki karla og munu drengirnir ásamt fararstjórum ferðast til Minneapolis þann 13. júlí nk. Þar munu þeir taka þátt í USA CUP sem er risastórt knattspyrnumót með u.þ.b. 16.000 keppendum. Gist er á heimavistum háskóla á svæðinu og mun þeim gefast tækifæri til að skoða sig aðeins um á meðan á mótinu stendur. Af þessu tilefni hafa þeir verið í fjáröflun frá síðasta vori, þeir hafa selt krydd, aðstoðað við flutninga, selt blóm, sett upp fyrir jólahlaðborð Rótarý og nú er komið að kleinubakstri.

Sunnudaginn 23. mars verða til sölu, nýsteiktar kleinur. Pokinn inniheldur 10 kleinur og kostar 1.500 kr.

Hægt er að panta kleinur með því að fara inn á þennan link HÉR.

Einnig er hægt að styrkja strákana með frjálsum framlögum á reikning 0133-15-008552 kt. 440719-1980.

Takk fyrir stuðninginn

Áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir