Sú hefð hefur skapast hjá 3. flokki, hjá Knattspyrnudeild Tindastóls, að ferðast erlendis í æfingaferð. Þetta árið er komið að 3. flokki karla og munu drengirnir ásamt fararstjórum ferðast til Minneapolis þann 13. júlí nk. Þar munu þeir taka þátt í USA CUP sem er risastórt knattspyrnumót með u.þ.b. 16.000 keppendum. Gist er á heimavistum háskóla á svæðinu og mun þeim gefast tækifæri til að skoða sig aðeins um á meðan á mótinu stendur. Af þessu tilefni hafa þeir verið í fjáröflun frá síðasta vori, þeir hafa selt krydd, aðstoðað við flutninga, selt blóm, sett upp fyrir jólahlaðborð Rótarý og nú er komið að kleinubakstri.
Nú er vor í lofti og víða farinn að sjást aur á afvegum. Einu sinni boðaði það byrjun Sæluviku og svo verður um ókomin ár. Nú sem fyrr leitum við til ykkar vísnasmiðir um land allt og förum þess á leit að þið botnið nokkra fyrriparta. Ég efast ekki um árangurinn.
Skagfirski kammerkórinn fagnar 25 ára afmæli sínu á þessu ári. Kórinn var stofnaður 6. janúar árið 2000 af fámennum hópi Skagfirðinga í stofunni á Syðstu-Grund. Þeirra á meðal var Sveinn Arnar Sæmundsson organisti og kórstjóri sem stjórnaði kórnum til ársins 2002.
Tryggð innlán í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.490 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) sem nemur um þriðjungi vergrar landsframleiðslu á síðasta ári. Tryggð innlán jukust um 131 milljarð króna frá því að staðan var tekin í upphafi síðasta árs. Í byrjun árs 2021 voru tryggð innlán á Íslandi um 1.000 milljarðar króna og hafa þau þannig aukizt um tæplega 50% á einungis síðustu fjórum árum.
Sl. laugardag afhenti FISK Seafood Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit nýjan björgunarbát að gjöf. Andvirði bátsins, sem hlotið hefur nafnið Aldan, er um 20 milljónir króna og boðar koma hans á Sauðárkrók byltingu í búnaði til sjóbjörgunar og sömuleiðis björgunarstörf á hinum mikilfenglegu en um leið viðsjárverðu vötnum héraðsins. Með tilkomu Öldunnar eru tveir öflugir harðbotna björgunarbátar beggja vegna í Skagafirðinum. Aldan er í vestri en að austanverðu er Skafti í eigu björgunarsveitarinnar Grettis.
Á laugardaginn fáum við í Skagfirðingasveit rausnarlegustu gjöf í sögu björgunarsveitarinnar afhenta. Flestir hér í Skagafirði þekkja væntanlega raunasöguna um það hvernig nýjum og fullkomnum björgunarbáti sem við höfðum keypt og greitt fyrir var að stórum hluta til beinlínis stolið af okkur. Báturinn var því aldrei smíðaður og hátt í tíu milljónir króna sem við höfðum safnað fóru í súginn. Færri vita e.t.v. að FISK Seafood, sem styrkt hafði kaupin með umtalsverðum hætti ákvað að bæta okkur skaðann með því að fjármagna að fullu nýjan og jafnvel enn fullkomnari björgunarbát. Andvirði bátsins, sem hlotið hefur nafnið Aldan, er um 20 milljónir króna og þarf kannski ekki að taka það fram að þessi gjöf er sú langstærsta sem Skagfirðingasveit hefur nokkru sinni veitt viðtöku.
Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum er fyrirsögn sem hr. Hundfull skrifaði árið 2013 þegar þriggja daga átveislan byrjaði það árið, þ.e. bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Eftir að hafa lesið þessa fínu hugleiðingu hans er við hæfi að endurbirta hana því það eru eflaust margir sammála honum í þetta skiptið!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.