Fréttir

Hákon Þór endaði leikana með fullkominni umferð

Íslendingurinn Hákon Þór Svavarsson klikkaði ekki á skoti í síðustu umferð sinni á Ólympíuleikunum í París í dag. Hákon Þór lauk keppni í 23. sæti í leirdúfuskotfimi og er það besti árangur Íslendings á Ólympíuleikunum í greininni.
Meira

Ásdís Aþena gefur út lagið Adriana

Það er alltaf fjör á Spotify og þá ekki hvað síst á föstudögum þegar ný lög festast á Spottann. Í gær kom út nýtt lag með hæfileikabúntinu Ásdísi Aþenu frá Hvammstanga en lagið kallast Adriana og er hressilegt og grípandi.
Meira

„Ég treysti því að dómarinn hafi tekið rétta ákvörðun“

„Það var góð stemning eftir leikinn enda sýndum við mikinn karakter að koma til baka og jafna leikinn eftir að hafa lent 1-3 undir. Gott og mikilvægt stig sem við tókum með okkur úr leiknum,“ sagði Laufey Harpa Halldórsdóttir, vinstri vængur og spyrnutæknir Tindastólsliðsins í Bestu deildinni, þegar Feykir spurði út í stemninguna að loknu 3-3 jafntefli gegn liði Þórs/KA á dögunum.
Meira

Nýtt listaverk afhjúpað á Skagaströnd í dag

Nes listamiðstöð stendur fyrir opnun á nýju listaverki við gatnamót Hólanesvegar og Oddagötu á Skagaströnd í dag. Það er listamaðurinn Adam Eddy sem bjó til listaverkið sem á að spegla mynd af Spákonufelli niður í gegnum húsið á hvítt borð.
Meira

Kaffihlaðborð í Hamarsbúð á Vatnsnesi um helgina

Húsfreyjur á Vatnsnesi láta hendur standa fram úr ermum og skella í gómsætt og fjölbreytt kaffihlaðborð í Hamarsbúð um verslunarmannahelgina. Þeir sem hyggjast gera vel við bragðlauka sína geta gefið þeim lausan tauminn laugardaginn 3. ágúst og sunnudaginn 4. ágúst en tekið verður á móti gestum á milli kl. 13 og 17 báða dagana.
Meira

Hákon Ólympíufari bæði húnvetnskur og skagfirskur

Ólympíuleikarnir standa nú sem hæst í París í Frakklandi og í dag keppti Hákon Þ. Svavarsson í skotfimi. Skagfirskur íbúí í Mosfellsbæ hafði samband við Feyki af þessu tilefni og tilkynnti að hann hefði hitt konu í ræktinni í morgun sem sagði honum að Svavar þessi væri af skagfirskum ættum.
Meira

Það er upplifun að sækja messu í Ábæjarkirkju

Hin árlega Ábæjarmessa verður á Ábæ í Austurdal í Skagafirði sunnudaginn 4. ágúst kl. 14:00. Löngum hefur þessi messa verið afar vel sótt og ekki hafa allir gestir komist inn í kirkjuna og því hefur fólk gjarnan setið í kirkjugarðinum og hlýtt þar á messuna. Veðurspáin gerir ráð fyrir sumarblíðu á sunnudaginn; hátt í 20 stiga hita og léttskýjuðu og því allt útlir fyrir dýrðlegan drottins dag.
Meira

Haukar sýndu Húnvetningum harla litla gestrisni

Aðdáendur Kormáks/Hvatar þráðu sæta hefnd í Hafnarfirði þegar Húnvetningar heimsóttu Hauka sl. miðvikudagskvöld. Þeim fannst Haukar ekki hafa átt skilið jafntefli í fyrri leik liðanna á Blönduósi og nú átti að leiðrétta. Hvort óskirnar hafi ekki skilað sér til leikmanna skal ósagt látið en niðurstaðan varð sú að Hafnfirðingar sýndu litla gestrisni og sendu Húnvetninga heim með 5-1 tap á bakinu.
Meira

Framkvæmdir við Félagsheimilið Hvammstanga

Nú standa yfir umfangsmiklar framkvæmdir við Félagsheimilið á Hvammstanga. Um er að ræða viðgerð á þaki sem er löngu tímabær. Pappi hefur verið rifinn af þakinu, verið er að smíða grind sem á verða lagðar yleiningar. Í framhaldinu er til skoðunar að ráðast í viðgerðir á ytra byrði hússins á næsta ári en steypuskemmdir á húsinu eru nokkrar. Nú stendur yfir vinna við gerð verk- og kostnaðaráætlunar fyrir það verk í samræmi við úttekt á ástandi hússins sem unnin var fyrir nokkrum árum.
Meira

Hafnarvogarhúsið á Hvammstanga komið í listrænan búning

Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að á síðasta ári fékk sveitarfélagið styrk úr styrktarsjóði Eignarhaldsfélags Brunabótar Íslands til að setja upp myndavænt auðkenni fyrir sveitarfélagið. Markmið verkefnisins er fegrun umhverfisins en um leið að stuðla að því að gestir taki myndir sem deilt er á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á svæðinu.
Meira