Eldur í iðnaðarhúsnæði á Blönduósi

MYND BRUNARVARNIR A-HÚN
MYND BRUNARVARNIR A-HÚN

Eld­ur kom upp í iðnaðar­hús­næði á Ægis­braut á Blönduósi í gærkvöldi.

Að sögn Ingvars Sig­urðsson­ar, slökkviliðsstjóra Bruna­varna Aust­ur-Hún­vetn­inga í samtali við mbl.is, barst til­kynn­ing­in um eld­inn klukk­an kort­er yfir tíu í gærkvöldi og héldu viðbragðsaðilar strax á vett­vang.

Eig­andi húss­ins var þegar á vett­vangi og var fljótt gengið úr skugga um að eng­inn væri inni í hús­inu þegar eld­ur­inn kom upp og því hægt að hefjast handa við slökkvi­starfið. 15 slökkviliðsmenn komu að aðgerðinni.

Mikl­ar skemmd­ir urðu á þriðjungi iðnaðar­hús­næðisins sem eld­urinn kviknaði í á Blönduósi seint í gær­kvöldi. Lög­regl­an á Blönduósi fari með rann­sókn máls­ins á eldsupptökum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir