Eldur í iðnaðarhúsnæði á Blönduósi
Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Ægisbraut á Blönduósi í gærkvöldi.
Að sögn Ingvars Sigurðssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Austur-Húnvetninga í samtali við mbl.is, barst tilkynningin um eldinn klukkan korter yfir tíu í gærkvöldi og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang.
Eigandi hússins var þegar á vettvangi og var fljótt gengið úr skugga um að enginn væri inni í húsinu þegar eldurinn kom upp og því hægt að hefjast handa við slökkvistarfið. 15 slökkviliðsmenn komu að aðgerðinni.
Miklar skemmdir urðu á þriðjungi iðnaðarhúsnæðisins sem eldurinn kviknaði í á Blönduósi seint í gærkvöldi. Lögreglan á Blönduósi fari með rannsókn málsins á eldsupptökum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.