Fréttir

Verður eins og lítill snjóbolti | Ég og gæludýrið mitt

Í Eyrartúninu á Króknum er að finna einn lítinn Kögg en eigandi hans er Brynhildur Heiða Valgarðsdóttir sem er á tólfta ári. Brynhildur er dóttir Hrafnhildar Skaptadóttur og Valgarðs Einarssonar og á hún einnig lítinn bróður sem heitir Patrekur Valur. Köggur er af tegundinni Pomeranian eða Pommi eins og hún er stundum kölluð.
Meira

Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir frá Mælifelli - Minning

Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir var fædd á Mælifelli 2. apríl 1958 og sleit þar barnsskónum. Hún lést 23. nóvember s.l. og fór útför hennar fram frá Neskirkju 11. desember.
Meira

Sú gula mætir á morgun, 15. janúar

Á morgun, milli kl. 16:00 og 22:00, mætir sú gula, öllum til mikillar gleði eða hitt og. Vedur.is segir að á Norðurlandi vestra verði stormur með vindstrengjum eða sunnan og suðvestan 15-25 m/s og vindhviður geta náð yfir 35 m/s við fjöll. Varasamar aðstæður fyrir ökutæki, sérílagi þau sem eru viðkvæm fyrir vindi.
Meira

Heildarorkukostnaður á Blönduósi og Skagaströnd hæstur á Norðurlandi vestra

Líkt og undanfarin ár hefur Byggðastofnun fengið Orkustofnun til að reikna út árlegan kostnað við raforkunotkun og húshitun á sömu fasteigninni á flestum þéttbýlisstöðum og í dreifbýli. Nú er komin út skýrsla um orkukostnað heimila miðað við gjaldskrár 1. september 2024. Alls eru 92 byggðakjarnar í greiningunni, þar á meðal Hvammstangi, Blönduós og Skagaströnd, og ná tölur fyrir þá aftur til ársins 2014. Samhliða skýrslunni kemur út mælaborð þar sem hægt er að skoða orkukostnað í byggðakjörnum á Íslandskorti, skoða raforku- og húshitunarkostnað sér og bæta við útreikningi fyrir varmadælu fyrir staði með beina rafhitun, segir á huni.is.
Meira

Saltfiskur og skötuselur | Matgæðingur vikunnar

Matgæðingur vikunnar í tbl 39, 2023, var Jón Ingi Sigurðsson sem er tæknistjóri hjá FISK Seafood ehf. Konan hans er Elísabet Hrönn Pálmadóttir sem er fyrrverandi forstöðumaður Dagdvalar aldraðra á Sauðárkróki. Jón kemur frá Vestmannaeyjum en Elísabet er frá Holti á Ásum A-Hún. Jón og Elísabet eiga þrjú uppkomin börn og fjögur barnabörn. „Ég ætla að bjóða uppá tvo fiskrétti þar sem hægt er að nota sömu sósu og meðlæti með,“ segir Jón. 
Meira

Skagafjörður hefur innleitt stafræna pósthólfið á island.is

Lög um stafrænt pósthólf tóku gildi 1. janúar 2025. Í lögum nr.105/2021 kemur fram að öllum opinberum aðilum sé skylt að birta ákveðnar tegundir gagna sem snerta íbúa sveitarfélagsins í stafrænu pósthólfi. Þetta kemur fram á vef Skagafjarðar. Þau gögn sem um ræðir eru hvers konar gögn, sem verða til við meðferð máls hjá stjórnvöldum, svo sem tilkynningar, ákvarðanir, úrskurði, ákvaðir og aðrar yfirlýsingar.
Meira

Hugleiðing um áramót | Valgerður Erlingsdóttir skrifar

Nú þegar við siglum inn í nýja árið er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg og flýtur hugur þá oftar en ekki til æskuáranna, heim í Skagafjörðinn, þar sem landfestar lífs okkar margra eru sjálfsagt enn bundnar. Þegar ég hugsa til þessara tíma er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa alist upp í samfélagi sem ég fann að ég var partur af, með fólki sem veitti mér rými til þess að vera ég sjálf, á sama tíma og það gaf mér tækifæri til að efla mig, vaxa og rækta sem manneskju.
Meira

Júdódeild Tindastóls 30 ára í fyrra

Karl Lúðvíksson byrjaði að kenna júdó í Varmahlíð 1985 og árið 1994 stofnaði hann Júdódeild innan Tindastóls og fagnaði því deildin 30 ára afmæli sínu í fyrra. Í byrjun fékk deildin mikla hjálp frá Akureyringum og þá helst frá Jóni Óðinn Óðinssyni. Fyrsta húsnæðið sem var leigt undir starfið var hin svokallaða „Hreyfing“ frá Eddu íþróttakennara.
Meira

Aflatölur sl. fimm vikur

Það gerist nokkrum sinnum á ári að það skapast lúxusvandamál hjá Feyki þegar of mikið efni er til til að setja í blaðið. Það átti t.d. við í fyrsta tbl. ársins og fengu þá aflafréttirnar að fjúka burt úr blaðinu og eru því tölur vikunnar síðan 8. desember 2024 eða sl. fimm vikur.
Meira

Halldór Ólafsson sigurvegari Hraðskákmóts Skagastrandar

Laugardaginn 4. janúar s.l. fór fram Hraðskákmót Skagastrandar og eru nú liðnir nokkrir áratugir síðan slíkt mót fór fram en fyrirhugað er að það verði árlegur viðburður. Mótið var hið skemmtilegasta en hraðskákmeistari Skagastrandar árið 2025 er Halldór Ólafsson. Í öðru sæti var Jens Jakob Sigurðarson og Lárus Ægir Guðmundson í þriðja sæti, segir á heimasíðu Skagastrandar. 
Meira