Skemmdarverk í Húnaskóla talin upplýst
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
10.08.2024
kl. 13.11
Lögreglan á Norðurlandi vestra, sem fer með rannsókn á skemmdarverkum sem unnin voru í Húnaskóla fyrr í vikunni, telur að málið sé upplýst, en veitir ekki frekari upplýsingar að svo stöddu. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins. Rúður voru brotnar og nýlegir bakaraofnar eyðilagðir og er haft eftir Önnu Margréti Sigurðardóttur, aðstoðarskólastjóra Húnaskóla að allt bendi til þess að einungis hafi verið um skemmdarverk að ræða, ekki þjófnað.
Meira