Nýr framkvæmdastjóri hjá USVH

Mynd tekin af UMFI.is
Mynd tekin af UMFI.is

Á heimasíðu UMFÍ segir að Anton Scheel Birgisson sé nýr framkvæmdastjóri hjá Ungmennasambandi Vestur -Húnvetninga. Í tilkynningunni segir hann.. „Við ætlum að virkja félögin í því að koma með hugmyndir og senda inn umsókn í Hvatasjóð íþróttahreyfingarinnar. Hann getur veitt félögum ýmiss tækifæri." 

Anton Scheel þekkir ágætlega til starfsins enda var hann framkvæmdastjóri USVH árin 2019 til 2020. Anton tók við starfinu af Heiðrúnu Nínu Axelsdóttur, sem hefur sinnt starfinu um nokkurra ára skeið.

Anton er menntaður sálfræðingur auk þess að hafa lokið námi í verkefna- og mannauðsstjórnun. Hefur auk þess nokkra hatta, starfar sem sálfræðingur á Fjölskyldusviði Húnaþings vestra og hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga.

Hann segir margt framundan, það helsta að virkja forsvarsfólk aðildarfélaga USVH og koma hugmyndum af stað, sérstaklega þeim sem tengjast iðkendum af erlendu bergi brotna. Mögulega megi virkja sveitarfélagið betur inn í fleiri verkefni, að hans sögn. Að öðru leyti standi nú yfir endurbætur á skrifstofu USVH og á heimsíðu, þar sem til standi að fá lögfræðisvið ÍSÍ til ráðgjafar við yfirferð laga- og reglugerða USVH.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir