Fréttir

Fjömenni sótti messu í Ábæ og veðrið alveg prýðilegt

„Það rituðu 140 í gestabók,“ sagði séra Sigríður Gunnarsdóttir þegar Feykir forvitnaðist um messuhald í Ábæjarkirkju í Austurdal síðastliðinn sunnudag. Hún segir að um 20-30 manns komist á bekki kirkkjunnar en það kom ekki að sök að þessu sinni. „Veðrið var svo gott að fólk vildi heldur sitja úti í sólinni.“
Meira

Rúður brotnar og tæki skemmd

Eignaspjöll voru unnin í Húnaskóla á Blönduósi í nótt. Rúður voru meðal annars brotnar í nýja hluta skólans þar sem eldhúsið er og skemmdir unnar á tækjum. Líklega er um milljóna króna tjóna að ræða. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra fer með rannsókn málsins og óskar eftir ábendingum um mannaferðir við grunnskólann frá klukkan 15 í gær til klukkan sjö í morgun, segir á huni.is.
Meira

Styrktarmót fyrir Önnu Karen á fimmtudag

Næsta fimmtudag 8. ágúst verður haldið styrktarmót fyrir Önnu Karen Hjartardóttir á golfvellinum á Króknum en hún er á leiðinni í háskóla í Bandaríkjunum eftir nokkra daga. Spilaðar verða niu holur og skráning er á golfboxinu. Einnig er hægt að hafa samband við golfskálann og láta skrá sig.
Meira

Laxveiðin víðast hvar betri en í fyrra í Húnavatnssýslum

Húnahornið er sem fyrr með allt á hreinu þegar kemur að veiði í húnvetnskum laxveiðiám. Veiðisumarið fór rólega af stað en hefur heldur betur tekið kipp því veiði er mun betri en hún var á svipuðum tíma í fyrra og sérstaklega gáfu síðustu vikutölur fyrirheit um væna sveiflu. Það er einvörðungu Blanda sem hefur gefið færri laxa en síðasta sumar en síðasta vika lofar góðu.
Meira

Framkvæmdir við kirkjugarðinn á Króknum halda áfram

Enn halda framkvæmdir áfram við kirkjugarðinn á Sauðárkróki en Feykir sagði frá því fyrir viku að vinna við að setja upp girðingu væri þá hafinn. Nú er sú vinna langt komin og búið að reisa annað sáluhlið af tveimur sem munu verða austan megin garðsins líkt og áður var.
Meira

Gefum pólitíkinni frí | Leiðari 29. tölublaðs Feykis

Þá eru Olympíuleikarnir í París komnir í gang og á meðan fellur hanaslagurinn um bandaríska forsetaeimbættið örlítið í skuggann. Sem er alveg ágætt því það getur vart talist mannbætandi að fylgjast með töktum Trumps sem seint getur talist okkur Íslendingum að skapi.
Meira

Ómar Bragi búinn að skipuleggja mót UMFÍ í 20 ár

Unglingalandsmóti UMFÍ lauk í Borgarnesi í kvöld og samkvæmt frétt á vef UMFÍ var framkvæmd mótsins framúrskarandi og samvinna allra sem að því komu með eindæmum góð. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, hélt tölu í móttöku með forsetahjónunum, sambandsaðilum UMFÍ, heiðursfélögum og fleirum frá sveitarfélaginu Borgarbyggð, og þar bauð hann Króksaranum Ómari Braga Stefánssyni, sem er framkvæmdastjóri móta UMFÍ, að taka við þakklætisvotti en Ómar Bragi hefur skipulagt mót UMFÍ í 20 ár.
Meira

Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga á morgun

Veðurstofan hefur smellt gulri veðurviðvörun á Strandi og Norðurland vestra frá miðnætti og fram yfir miðjan dag á morgun. Spáð er norðaustan hvassviðri vestantil á svæðinu og spáin gerir sömuleiðis ráð fyrir vondu veðri á annesjum. Skaglegra veður ætti að verða inn til landsins þar sem reiknað er með að vindur verði um eða undir 10 m/sek og hitinn alla jafna á bilinu 10-15 gráður.
Meira

„Hundruðum músa gert að yfirgefa heimili sitt“

Karuna í Litlu-Gröf á Langholtinu í Skagafirði er fjölskyldurekið gistihús í eigu Páls Einarssonar og Lindu Bjarkar Jónsdóttur. „Við vorum áður búsettí Reykjavík en langaði að breyta til og fara í meiri rólegheit og sveitarómatík. Erum bæði alin upp í sveit, ég hér í Skagafirði og Páll í Vík í Mýrdal. Vorum búin að sjá Litlu-Gröf til sölu en vorum eitthvað að vandræðast með þetta en ákváðum svo bara að slá til og gengum frá kaupunum sumarið 2013. Þá bjó hún Guðlaug (Gulla)í gamla húsinu, sem við í dag köllum alltaf Gulluhús,“ segja þau þegar Feykir spyr hvernig það hafi komið til að þau eignuðust Litlu-Gröf.
Meira

Hákon Þór endaði leikana með fullkominni umferð

Íslendingurinn Hákon Þór Svavarsson klikkaði ekki á skoti í síðustu umferð sinni á Ólympíuleikunum í París í dag. Hákon Þór lauk keppni í 23. sæti í leirdúfuskotfimi og er það besti árangur Íslendings á Ólympíuleikunum í greininni.
Meira