Nína Júlía vann sinn flokk á Unglingalandsmótinu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
02.08.2024
kl. 09.44
Það hefur ekki farið framhjá neinum að Unglingalandsmótið í ár er haldið í Borgarnesi og verður setningarathöfnin haldin í kvöld. Dagskrá mótsins er afar fjölbreytt og keppt er í 18 keppnisgreinum. Ýmiss konar afþreyingar er einnig í boði og skemmtun fyrir alla fjölskylduna en um 1000 ungmenni eru á svæðinu og eru 40 þátttakendur frá UMSS skráðir til leiks og 24 keppendur fyrir hönd USAH. Keppni hófst í golfi í gærkvöldi í frábæru veðri á Hamarsvelli og voru þrír þátttakendur mættir frá UMSS. Fyrsti keppandi mótsins fyrir hönd UMSS gerði sér lítið fyrir og vann sinn flokk og var hin brosmilda og káta Nína Júlía Þórðardóttir þar á ferðinni, frábær árangur hjá henni.
Meira