Fréttir

Nína Júlía vann sinn flokk á Unglingalandsmótinu

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Unglingalandsmótið í ár er haldið í Borgarnesi og verður setningarathöfnin haldin í kvöld. Dagskrá mótsins er afar fjölbreytt og keppt er í 18 keppnisgreinum. Ýmiss konar afþreyingar er einnig í boði og skemmtun fyrir alla fjölskylduna en um 1000 ungmenni eru á svæðinu og eru 40 þátttakendur frá UMSS skráðir til leiks og 24 keppendur fyrir hönd USAH. Keppni hófst í golfi í gærkvöldi í frábæru veðri á Hamarsvelli og voru þrír þátttakendur mættir frá UMSS. Fyrsti keppandi mótsins fyrir hönd UMSS gerði sér lítið fyrir og vann sinn flokk og var hin brosmilda og káta Nína Júlía Þórðardóttir þar á ferðinni, frábær árangur hjá henni. 
Meira

Halla Tómasdóttir sett í embætti forseta í dag

Halla Tómasdóttir sór drengskapareið að stjórnarskránni og var sett í embætti forseta Íslands við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í dag. Embættistakan hófst með helgistund í Dómkirkjunni en að henni lokinni var gengið til athafnar í Alþingishúsinu. Þar lýsti formaður landskjörstjórnar, Kristín Edwald, forsetakjöri áður en drengskaparheit var unnið.
Meira

Ekkert er sjálfgefið á sérleiðum

Ljómarallýið fór fram um síðustu helgi og voru 20 áhafnir ræstar út frá Vélavali í Varmahlíð á laugardagsmorgninum en rallýkeppnin var önnur í röðinni af fimm í Íslandsmeistaramótinu 2024. Veðurskilyrði voru ákjósanleg, hvorki sól, þoka, né úrkoma að trufla einbeitingu ökumanna eða starfsfólks. Aðstæður voru þó nokkuð krefjandi og vætutíð að undanförnu gerði yfirborð vegar á köflum mjög sleipt en töluverð afföll urðu í keppnisbílaflotanum vegna bilana, útafaksturs og veltutilþrifa. Sex áhafnir urðu að játa sig sigraðar og luku ekki keppni. 
Meira

Starfsmaður N1 látinn fara eftir líkamsárás

Á fréttavefnum mbl.is segir að starfs­manni N1 á Blönduósi hef­ur verið sagt upp eft­ir að hann réðst á ann­an karl­mann á bens­ín­stöðinni á vinnu­tíma sl. sunnu­dag. Um er að ræða tvo kunn­ingja en málið er komið á borð lög­reglu. Þetta staðfest­ir Jón Viðar Stef­áns­son, for­stöðumaður ein­stak­lings­sviðs N1, í sam­tali við mbl.is. „Þeir þekkj­ast. Þetta er svona per­sónu­leg­ur harm­leik­ur á milli mann­anna,“ seg­ir Jón.
Meira

Sorpmóttökustöðvarnar í Skagafirði lokaðar um verslunarmannahelgina og nýtt sorphirðudagatal

Sorpmóttökustöðin Flokka á Sauðárkróki, Farga í Varmahlíð og sorpmóttökustöðin á Hofsósi verða lokaðar um verslunarmannahelgina, laugardaginn 3. ágúst, sunnudaginn 4. ágúst og mánudaginn 5. ágúst, segir á vef Skagafjarðar. 
Meira

Orð að lokum | Erla Jónsdóttir skrifar

Kæru íbúar, það eru blendnar tilfinningar á þessum tímamótum þegar staðfest hefur verið að Skagabyggð mun sameinast Húnabyggð 1. ágúst 2024.
Meira

Húsnæði Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi tekið í gegn

Í fyrrasumar fóru af stað framkvæmdir við að klæða gamla hluta Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi að norðan og austan en áður hafði verið skipt um þak. Að sögn Jóhanns Bjarnasonar, skólastjóra, var þeirri framkvæmd ekki lokið þegar skólastarf hófst síðasta haust.
Meira

Jafntefli á Króknum

Tindastóll og Þór/KA mættust á Króknum í gær í 15. umferð Bestu deildarinnar. Stólastúlkur hafa ekki unnið leik síðan þær spiluðu gegn Keflavík í lok júní og voru því mjög hungraðar í sigur. Stelpurnar náðu samt sem áður í sterkt stig því lokatölur leiksins voru 3-3 þar sem Elise skoraði sitt fyrsta mark og Jordyn setti tvö og er því komin með níu mörk það sem af er tímabilsins. Eftir leikinn situr Þór/KA í 3. sæti en Tindastóll í því 8.. Næsti leikur er á móti Þróttur Reykjavík þann 9. ágúst á Króknum. 
Meira

Vel heppnað minningarmót hjá GÓS

Sunnudaginn 28. júlí fór fram kvennamót til minningar um Evu Hrund hjá Golfklúbbnum Ós á Vatnahverfisvelli við Blönduós. Alls mættu 22 vaskar konur víðsvegar af landinu og líkt og á síðasta ári lék veðrið við keppendur. Mótið var afskaplega vel heppnað í alla staði og allt gekk eins og best var á kosið. Að móti loknu var boðið upp á vöfflukaffi í matsal Húnaskóla og þar fór einnig fram verðlaunaafhending. 
Meira

Vertu velkomin í Skagafjörðinn Edyta Falenczyk

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina pólsku Edyta Falenczyk um að leika með kvennaliðinu í Bónusdeildinni á komandi tímabili. “Edyta hefur reynslu úr efstu deild á Íslandi. Hún er öflugur fjarki sem getur teygt á gólfinu og hún er góð skytta auk þess að vera góður varnarmaður og frákastari. Það er eitthvað sem við þurfum til að vinna leiki” segir Israel Martin.
Meira