Góður árangur hjá ungu frjálsíþróttafólki frá Norðurlandi vestra í keppnum sumarsins
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
13.08.2024
kl. 15.09
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram á hinum ýmsu stöðum í sumar. Í flokknum 15-22 ára fór mótið fram 21. júní á Selfossvelli og í flokknum 11-14 ára fór mótið fram á Laugum þann 13. júlí. Þá fóru tveir keppendur frá UMSS á Meistaramót í fimmþraut sem fór fram 27. júlí í Hafnarfirði og stóðu þau sig bæði einstaklega vel en svo má ekki gleyma Unglingalandsmótinu. Það var haldið um verslunarmannahelgina í Borgarnesi og fóru margir á kostum og fengu nokkrir verðlaunapeningarnir að fljóta með heim eftir mótið.
Meira