Fréttir

Góður árangur hjá ungu frjálsíþróttafólki frá Norðurlandi vestra í keppnum sumarsins

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram á hinum ýmsu stöðum í sumar. Í flokknum 15-22 ára fór mótið fram 21. júní á Selfossvelli og í flokknum 11-14 ára fór mótið fram á Laugum þann 13. júlí. Þá fóru tveir keppendur frá UMSS á Meistaramót í fimmþraut sem fór fram 27. júlí í Hafnarfirði og stóðu þau sig bæði einstaklega vel en svo má ekki gleyma Unglingalandsmótinu. Það var haldið um verslunarmannahelgina í Borgarnesi og fóru margir á kostum og fengu nokkrir verðlaunapeningarnir að fljóta með heim eftir mótið.
Meira

Það birti til á Ströndum | Björn Björnsson segir frá ferðalagi Félags eldri borgara í Skagafirði á Strandir

Miðvikudaginn 19. júní síðastliðinn bjóst vaskur hópur úr Félagi eldri borgara í Skagafirði til ferðar og var för heitið þennan dag á Strandir vestur. Ekki lék veður við ferðalanga, þoka niður undir byggð og sudda rigning með lítilsháttar uppstyttum á milli. Þó var furðu létt yfir hópnum og sýndist sem flestir hefðu jafnvel búist við hinu versta hvað veðurfarið áhrærði, með góðan skjólfatnað og bjuggust allir til að mæta því sem að höndum mundi bera.
Meira

Mugison mættur í norðlenska vestrið

Tónlistarmaðurinn vestfirski, Mugison, er nú á ferð um landið með dótið sitt í geggjuðu tónleikamaraþoni og flytur tónlist sína í kirkjum landsmanna. Á þessum túr heldur hann tónleika í eitt hundrað kirkjum í eitt hundrað póstnúmerum en hann hefur þegar spilað í 52. Nú er hann mættur til leiks á Norðurlandi vestra og í kvöld kl. 20 hefur hann upp raust sína í Hvammstangakirkju.
Meira

Nýtt listaverk á Sauðárkróki

Eins og glöggir íbúar hafa eflaust tekið eftir hefur nýju listaverki verið komið fyrir á Sauðárkróki. Tilkoma listaverksins er sú að Markaðsstofa Norðurlands, ásamt Ferðamálasamtökum Norðurlands vestra fengu styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra fyrir því að setja upp listaverk á Norðurstrandarleið.
Meira

Þjóðleg stemning, útivist, gleði og gaman á Vatnsdæluhátíðinni næstu helgi

Helgina 16.-18. ágúst verður haldin hátíð á slóð Vatnsdælusögu sem er nokkurs konar uppskeruhátíð þar sem fagnað verður uppbyggingu á svæðinu. Boðið verður upp á nokkrar skipulagðar gönguferðir með leiðsögn. Hápunktur helgarinnar verður á laugardaginn þegar Vatnsdalshólahlaupin fara fram og hátíðardagskrá verður í Þórdísarlundi.
Meira

Vel heppnuðu Króksmóti lokið

Króksmótið í knattspyrnu fór fram á Sauðárkróki um helgina og bærinn fullur af kátum knattspyrnuköppum í yngri kantinum. Samkvæmt upplýsingum Feykis voru 520 þáttakendur á mótinu og alls 87 lið skráð til leiks.
Meira

Sam­fé­lags­legt tap af af­námi tolla | Margrét Gísladóttir skrifar

Umræða um matvælaverð og myndun þess er stöðugt til umræðu í flestum ef ekki öllum samfélögum. Þegar þrengir að efnahagi heimila leitar fólk ýmissa leiða til að lækka framfærslukostnað og berst þá umræðan oft að tollum. Dæmi um slíkt er hvatning Viðskiptaráðs til íslenskra stjórnvalda um að afnema tolla á innfluttar matvörur, sem birtist á flestum fjölmiðlum í gær [8. ágúst]. Hér er ekki um nýjan málflutning að ræða en hugmyndir af þessum toga eru hins vegar afar varhugaverðar og oft illa ígrundaðar.
Meira

Austmenn rændu og rupluðu í Vestrinu

Leikið var á Sjávarborgarvelli á Hvammstanga í 2. deildinni í dag en þá mættust heimamenn í Kormáki/Hvöt og gestirnir í Höttur/Huginn. Semsagt fjögurra liða leikur. Gestirnir úr austrinu hafa verið á góðu skriði upp á síðkastið, höfðu unnið síðustu þrjá leiki og létu það ekki trufla sig mikið að lenda undir því þeir snéru taflinu við á Tanganum og hirtu öll stigin sem í boði voru í 1-2 sigri.
Meira

Rústir Þingeyraklausturs loks fundnar

Ríkisútvarpið segir frá því að eftir fornleifarannsóknir á Þingeyrum í Húnaþingi frá árinu 2014 hafi rústir Þingeyraklausturs loks fundnar. Sagt er frá því í fréttinni að torf virðist hafa verið þar eina byggingarefnið, hvorki timbur eða grjót. Merkilegir trúargripir frá kaþólskum tíma hafa fundist í gröfum klaustursins.
Meira

Krían reyndist ekki til vandræða á Sauðárkróksvelli

Fjórtánda umferðin af átján í 4. deildinni hófst á Króknum í gær þegar Tindastólsmenn tóku á móti þunnskipuðu liði Kríu af Seltjarnarnesi. Gestirnir voru í sjötta sæti deildarinnar en lið heimamanna í öðru sæti. Þegar upp var staðið unnu Stólarnir stórsigur, 5-0, og aðeins dómarinn skyggði á gleðina með því að vísa hinum magnaða Domi af velli rétt fyrir leikslok.
Meira