Nú verður dansinn stiginn í Árgarði Í Skagafirð
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
31.07.2024
kl. 09.40
Harmonika virkar mjög flókin og gamaldags en er tiltölulega ungt hljóðfæri, varð ekki til fyrr en á þriðja áratug 19. aldar. Hún virkar þannig að þegar maður blæs eða tregur hana sundur og saman fer loft í gegnum tónfjaðrir sem samanstanda af hljómborði, bassa og belg. Ýmsar stærðir og gerðir eru til af harmonikum og eru þær ýmist með hljómbassa eða tónbassa. Hún er fyrst og fremst danshljóðfæri og eru alls konar dansar dansaðir við hljóma hennar. Harmonikan byrjaði sem hljóðfæri yfirstéttarinnar en á síðari hluta 19. aldar tókst mönnum í Þýskalandi að finna aðferð til að fjöldaframleiða hana. Það varð til þess að verðið á henni lækkaði talsvert og þá höfðu fleiri tök á að fjárfesta í einni slíkri. Talið er að hún hafi komið til Íslands seinni hluta 19. aldar og varð strax geysivinsælt hljóðfæri.
Meira