Er í lagi með brunavarnirnar á þínu heimili?
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
21.03.2025
kl. 13.34
Í upphafi árs framkvæmdi HMS árlega skoðanakönnun um brunavarnir heimilanna. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að reykskynjarar eru á 96 prósent heimila landsins, helmingur þeirra landsmanna sem eru með slökkvitæki á heimilum sínum yfirfara tækin ekki og 45 prósent íbúða á leigumarkaði eru ekki með eldvarnarteppi. Niðurstöður könnunarinnar sýna að ástand brunavarna á heimilum er almennt gott. Einn eða fleiri reykskynjarar eru á 96 prósent heimila, 80 prósent heimila eru með slökkvitæki og 66 prósent með eldvarnarteppi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.