Lára Sigurðardóttir söng sig inn á Samfés
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
20.03.2025
kl. 13.38
Síðastliðinn föstudag, 14. mars, fór fram Norður Org, söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi, fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Var þetta í fyrsta skipti sem þessi keppni er haldin á Króknum og voru þar samankomin um 550 ungmenni frá félagsmiðstöðvum víðsvegar af Norðurlandi til þess að fylgjast með sínum fulltrúum spreyta sig á sviðinu.
Söngkeppnin var hin glæsilegasta og voru 14 atriði sem kepptu um fimm laus sæti sem gefa rétt til keppnis í aðalsöngkeppni Samfés sem fram fer í Laugardalshöll í maí n.k. Sú sem keppti fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Friðar var Lára Sigurðardóttir sem er dóttir Önju Szafraniec og Sigurðar frá Ketu. Lára stóð sig gríðarlega vel og náði að tryggja sér eitt af þeim fimm sætum sem í boði voru og keppir því á Söngkeppni Samfés sem haldin verður í byrjun maí.
Að lokinni söngkeppni var slegið upp balli þar sem fram komu Dj Kurt Heisi og Spritzeroklan (SZK) og var stemmningin frábær hjá hópnum.
Félagsmiðstöðin Friður vill þakka Exton, KS, N1, Blóma og gjafabúðin, Árna Gunnars, Körfuboltadeild Tindastóls, Knattspyrnudeild Tindastóls, Eysteini Ívari Guðbrandssyni sem og sveitarfélaginu Skagafirði fyrir frábært samstarf og hjálp!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.