Norðurbraut loks komin á sinn stað
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
21.03.2025
kl. 11.52
Nú fyrir helgi tókst húsið Norðurbraut í Húnaþingi vestra á við enn eitt ferðalagið en það var reyndar ekki langt í þetta skiptið. Húsið er þekkt sem ein af fyrstu vegasjoppum landsins og stóð þá við vegamót Norðurlandsvegar og vegarins inn að Hvammstanga. Síðar var það flutt að Ásunum ofan Hvammstanga en síðsumars árið 2022 var því skellt á vörubílspall og flutt á athafnasvæði Tveggja smiða við höfnina á Hvammstanga. Nú var því skutlað smáspol innan bæjar þar sem það mun væntanlega standa til langs tíma.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.