900 þús. úr Hvatasjóði til Norðurlands vestra

Mynd tekin af umfi.is
Mynd tekin af umfi.is

Á umfi.is segir að þrjátíu verkefni um allt land hljóta styrki upp á samtals 20,3 milljónir króna úr Hvatasjóði íþróttahreyfingarinnar. Þetta var í fyrsta skiptið sem veitt er úr sjóðnum, sem styrkir verkefni sem stuðla eiga að útbreiðslu íþróttastarfs og þátttöku allra barna á Íslandi. Næsti umsóknarfrestur verður nú í vor en alls eru 70 milljónir króna í sjóðnum árlega.

Áherslur sjóðsins eru á verkefni sem tengjast börnum með fatlanir, börnum frá tekjulægri heimilum og börnum með fjölþættan menningar- og tungumálabakgrunn.

Samtals bárust 49 umsóknir í sjóðinn upp á 86 milljónir króna.

Verkefnin sem styrkt voru skiptast í fjóra áhersluflokka:

A: Verkefni tengd börnum af erlendum uppruna: 8 umsóknir styrktar upp á 6,1 milljón króna.

B: Verkefni tengd börnum með fötlun: 11 umsóknir styrktar upp á 7,8 milljónir króna.

C: Verkefni tengd börnum af tekjulægri heimilum: 6 umsóknir styrktar upp á 3,7 milljónir króna.

D: Verkefni þvert á ofangreinda flokka: 5 umsóknir styrktar upp á 2,7 milljónir króna.

Skipting styrkja eftir landshlutum

Austurland: 1.500.000 krónur.

Höfuðborgarsvæðið: 4.050.000 krónur.

Norðurland vestra: 900.000 krónur.

Norðurland eystra: 2.700.000 krónur.

Suðurland: 2.250.000 krónur.

Suðurnes: 3.500.000 króna.

Vesturland: 4.250.000 krónur.

Vestfirði: 1.150.000 krónur.

Nánar um Hvatasjóð íþróttahreyfingarinnar

Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar er nýr sjóður á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) með stuðningi Mennta- og barnamálaráðuneytis. Sjóðurinn tengist stofnun átta svæðisstöðva íþróttahéraða og markmiðum um eflingu íþróttastarfs á landsvísu. Sjóðurinn styrkir verkefni sem miða að útbreiðslu íþrótta og aukinni þátttöku barna í íþróttum með áherslu á þátttöku barna með fötlun, af tekjulægri heimilum og með fjölbreyttan tungumála og menningarbakgrunn.

Í Hvatasjóðinn geta sótt íþróttahéruð ÍSÍ og UMFÍ, íþróttafélög og deildir innan ÍSÍ og UMFÍ, sérsambönd í samstarfi við íþróttahéruð, félög eða deildir félaga.

Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir