Fréttir

Tvíhöfði í Síkinu

Fimmtudaginn 23.janúar næstkomandi eru 60 ár frá því fyrst var keppt í körfubolta undir merkjum Tindastóls.
Meira

Árlega garðfuglahelgin framundan

Hin árlega garðfuglahelgi að vetri verður 24.-27. janúar að öllum fjórum dögum meðtöldum. Um er að ræða helgi þegar fuglaáhugafólk um land allt telur fuglategundir í görðum.
Meira

Chili con carne og hafrabollur | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 3, 2024, voru þau Sveinbjörg Rut Pétursdóttir og Matthías Rúnarsson en þau búa á Hvammstanga ásamt dóttur þeirra, Ragnheiði. Sveinbjörg og Matthías vinna bæði hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), Matthías sem bókari og Sveinbjörg sem atvinnuráðgjafi. Matthías er menntaður sem löggiltur bókari og Sveinbjörg er með master í alþjóðaviðskiptum. „Við Matti gerum þessa mjög oft enda einfalt að elda en umfram allt mjög bragðgóð.“
Meira

Birgitta og Elísa Bríet í landsliðshópi U17

Þær stöllur og sparksnillingar frá Skagaströnd, Birgitta Rún Finnbogadóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir, slá ekki slöku við í boltanum. Þær hafa verið viðloðandi U17 landsliðshóp Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara Íslands síðustu misserin og nú þegar æfingamót í Portúgal stendur fyrir dyrum dagma 20.-29. janúar þá eru þær að sjálfsögðu í hópnum sem ætti að öllu jöfnu að hafa lagt land undir fót í dag.
Meira

Fiskur í pestósósu og súkkulaðikaka | Matgæðingur vikunnar

Matgæðingur vikunnar í tbl 2, 2024, var Elma Hrönn Þorleifsdóttir sem er fædd og uppalin á Þorleifsstöðum í Skagafirði. Elma bý með Inga Birni Árnasyni á Marbæli í Skagafirði og eiga þau þrjú börn. Elma starfar í mötuneyti Varmahlíðarskóla en er samt sem áður alls ekki mikið fyrir að elda mat heima hjá sér. 
Meira

Öxnadalsheiði og Siglufjarðarvegur lokaðir

Leiðindaveður er víða um land á þessum mánudegi og þannig er gul veðurviðvörun á Norðurlandi vestra og er reiknað með að henni verði aflétt undir kvöldmatarleytið í dag. Hvasst er á Skaga og nyrst á Tröllaskaga og reiknað er með auknum vindi í nágrenni Blönduóss. Vegir úr Skagafirði yfir í Eyjafjörð eru lokaðir sem stendur. Appelsínugul viðvörun er sem stendur á Auaturlandi og þar hafa nokkur hús á Seyðisfirði og í Neskaupstað verið rýmd.
Meira

Chili con carne og bananabrauð | Matgæðingar vikunnar

Matgæðingar vikunnar í fyrsta tbl árins árið 2024 voru Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir og Kristófer Már Maronsson. Ólöf Lovísa er fædd og uppalin á Sauðárkróki og starfar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga en Kristófer er fæddur og uppalinn á Akranesi og starfar sem formaður fræðslunefndar í Skagafirði. 
Meira

Lið Njarðvíkur hafði betur gegn Stólastúlkum í VÍS bikarnum

Stólastúlkur urðu að bíta í það súra epli að detta út úr VÍS bikarnum í gær en þá sóttu þær lið Njarðvíkur heim. Um var að ræða leik í átta liða úrslitum og hefði sannarlega verið spennandi fyrir stuðningsmenn Tindastóls að fylgja liðinu í Laugardalshöllina í undanúrslitin. Lið heimastúlkna var lengstum yfir í leiknum en lokamínúturnar voru æsispennandi en heimavöllurinn reyndist drjúgur og Njarðvík hafði betur. Lokatölur 80-73.
Meira

Stólarnir náðu sér ekki á strik í Hafnarfirði

Tindastólsmenn skruppu í Hafnarfjörð síðastliðið föstudagskvöld en þar beið þeirra botnlið Hauka. Kvöldið áður hafði topplið Stjörnunnar lotið í parket í Skógarselinu gegn sprækum ÍR-ingum og Stólarnir höfðu því gullið tækifæri til að jafna Stjörnunar að stigum og komast á toppinn. Það er hins vegar enginn leikur gefinn í Bónus deildinni og Hafnfirðingar unnu að lokum eins stigs sigur, 100-99, og voru vel að sigrinum komnir.
Meira

Wellingtonsteik og epla crumble | Matgæðingar vikunnar

Matgæðingar vikunnar í tbl 48, 2023, voru Jóel Þór Árnason og konan hans, Íris Hrönn Rúnarsdóttir. Jóel vinnur í Blöndustöð og Íris starfar á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki. Jóel og Íris búa á Suðurgötunni á Króknum ásamt fimm börnum, Margréti Rún, Alexöndru Ósk, Viktoríu Ösp, Frosta Þór og Ými Frey og einnig hundinum Móra.
Meira