Fréttir

Árstíðir með tónleika í Blönduóskirkju

Hljómsveitin Árstíðir fagnar útgáfu nýjustu breiðskífu sinnar “VETRARSÓL” með því að halda tónleika í Blönduóskirkju sunnudaginn 6. apríl kl. 17:00. Forsala miða er á tix.is en einnig verður selt inn við hurð og er miðaverð 4.900 kr.
Meira

Jólahúnar styrkja Hollvinasamtök HSB

Stjórn Hollvinasamtaka heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduós mætti í fundarsal HSB þann 19. mars sl. Tilefni fundarins var að formaður Jólahúna 2024 hún Árný Björk Brynjólfsdóttir kom til fundar við stjórnina og færði henni að gjöf kr. 750.000 sem er afrakstur tónleika sem haldnir voru í desember sl.
Meira

Byrjað að safna saman viðburðum í viðburðadagskrá Sæluviku

Sæluvika, lista- og menningarhátíð í Skagafirði verður haldin vikuna 27. apríl - 3. maí nk.
Meira

Hvít pizza og vegan marengsterta | Feykir mælir með....

Í janúar er alltaf svokallaður Veganúar og fannst mér tilvalið að koma með tvo vegan rétti í matgæðingaþætti Feykis að því tilefni. Á heimasíðunni veganistur.is er að finna fullt af girnilegum vegan réttum sem ég efast ekkert um að séu góðir. Hef ekki ennþá fengið þá löngun að verða vegan en ætti í raun að vera það miðað við allt fæðuofnæmið sem ég er með. En það væri efni í langan og leiðinlegan leiðara sem enginn myndi nenna að lesa. En við skulum vinda okkur í fyrri uppskriftina. 
Meira

Fisk Seafood hlaut viðurkenningu í öryggis og umhverfismálum

Fimmtudaginn 20. mars var haldin í fimmtánda sinn forvarnaráðstefna VÍS í Hörpunni og var yfirskrift ráðstefnunnar „Vinnum með öryggi alla daga“. Ráðstefnan er ein sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi þar sem sérfræðingar og stjórnendur deila reynslu sinni af öryggis- og forvarnamálum. Sex erindi voru á dagskrá ásamt veitingu Forvarnaverðlauna til þeirra sem sýna fram á framúrskarandi árangur í öryggismálum.
Meira

„Þau kynni gengu aðallega út á að hlýja sér þegar maður kom hálf frosinn neðan úr Slipp“

Hann Björn J. Sighvatz býr á Sauðárkróki og nær því að vera einn af orginölunum á Króknum samkvæmt skilgreiningu Binna Júlla. Bjössi er giftur henni Drífu sinni og eiga þau tvö börn. Bjössi hefur unnið við kennslu í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra síðastliðin þrjátíu ár.
Meira

Sveppafyllt ravioli að hætti Ítala | Matgæðingar Feykis

Fyrstu matgæðingar Feykis á þessu fallega ári voru Þóra Rut Jónsdóttir og Jón Haukur Jónsson. Þóra er uppalin á Sauðárkróki og starfar sem forstöðumaður sjálfbærni og umbóta hjá Advania og Jón Haukur er úr Reykjavík og er hagfræðingur sem starfar sem gröfuverktaki. Þóra og Jón Haukur eru nú búsett í Kópavogi en foreldrar hennar eru Jón Eðvald og Linda Nína í Háuhlíðinni á Króknum.
Meira

Fiskisúpa og mömmu konfektkaka | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 47, 2024, var Fanney Ísfold Karlsdóttir en hún starfar sem sjúkraþjálfari á HSN á Króknum og hefur gert í töluvert mörg ár. Áhugi hennar á hreyfingu og hollu mataræði hefur fylgt henni lengi og er eitt af áhugamálum fjölskyldunnar að elda og borða góðan og hollan mat, helst að “elda frá grunni”, prófa nýjar uppskriftir og þróa eigin.
Meira

Framkvæmdir við höfnina ganga ágætlega

„Framkvæmdir við Ásgarð ganga vel, Borgarverk er langt komið með sinn verkhluta. Þeir hafa verið með 4-5 starfsmenn á Skagaströnd og stórvirkar vinnuvélar og bíla eftir þörfum síðan þeir byrjuðu fyrir alvöru í september. Þeir luku við að reka niður stálþilið, rétta það af, fylla og þjappa efni í garðinn 6. mars sl.," segir Baldur Magnússon hafnarstjóri á Skagaströnd þegar Feykir forvitnaðist um hvernig framkvæmdir gengju fyrir sig.
Meira

Áfram slátrað í sláturhúsinu á Hvammstanga

Bændablaðið sagði frá því í dag á fréttavefnum sínum að slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður með svipuðu sniði á þessu ári og verið hefur. Ákvörðun um að hætt yrði að slátra á Hvammstanga hafði aldrei formlega verið tekin en áform voru uppi um að slátruninni yrði hætt þar, sem liður í hagræðingu vegna kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska.
Meira