Fréttir

Stefnt að því að opna nýja laugarsvæðið í maí

Það styttist í að nýtt laugarsvæði Sundlaugarinnar á Sauðárkróki verði tekið í notkun. Á fundi bygginganefndar Skagafjarðar í síðustu viku var farið yfir stöðu framkvæmda við laugina á árinu 2025 og næstu skref. Fram kemur í fundargerð að stefnt er að opnun nýja laugarsvæðisins í maí og að nú sé unnið að yfirferð útboðsgagna fyrir stóru rennibrautirnar og turninn í samvinnu við Fjársýslu ríkisins. Miðað er við að útboð verði auglýst í vor.
Meira

Meirihluti þeirra sem sagt var upp á Blönduósi kominn með aðra vinnu

RÚV segir frá því að rúmlega helmingur þeirra 22 sem misstu vinnuna í hópuppsögn sláturhússins á Blönduósi hafi fengið aðra vinnu og ætli að vera um kyrrt í sveitarfélaginu. Pétur Arason sveitarstjóri Húnabyggðar segir það hafa gengið vonum framar að halda í fólkið áfram.
Meira

Dansskóli Menningarfélags Húnaþings vestra – eitt af framúrskarandi verkefnum Uppbyggingarsjóðs

Á dögunum veitti framkvæmdastjóri SSNV, Sveinbjörg R. Pétursdóttir, formanni Menningarfélags Húnaþings vestra, Sigurði Líndal, viðurkenningu fyrir hönd stjórnar SSNV, Dansskóla Menningarfélagsins, sem valinn var eitt af framúrskarandi verkefnum Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra árið 2024.
Meira

Finnbogi tók fimmganginn í Meistaradeild KS

Síðastliðið föstudagskvöld fór fram keppni í fimmgangi í Meistaradeild KS í hestaíþróttum og fór mótið fram í Reiðhöllinni Svaðastaðir. Þetta var þriðja mót ársins en áður hafði verið keppt í fjórgangi og gæðingalist. Það fór svo að Finnbogi Bjarnason og Einir frá Enni fóru með sigur af hólmi en stigahæsta liðið var lið Uppsteypu.
Meira

Ráðstefna um menningarferðaþjónustu og ferðamálastefnu til 2030

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG), sem Háskólinn á Hólum er stofnaðili að, stendur að ráðstefnunni Menningarauðlind ferðaþjónustunnar. Í frétt á vef Háskólans á Hólum segir að ráðstefnan sé um menningarferðaþjónustu og nýja ferðamálastefnu til 2030. Ráðstefnan erður haldin þann 14. maí í Hofi á Akureyri.
Meira

Þriðji áfangi við nýjan leikskóla í Varmahlíð boðinn út

Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar óskar eftir tilboðum í verkið Varmahlíð Leikskóli – Áfangi 3. Opnunardagur tilboða er 9. maí 2025. Verkinu í heild skal lokið 15. september 2025. Uppsteypa sér um fyrsta áfanga leikskólabyggingarinnar sem er langt komin og nú er það Trésmiðjan Stígandi sem annast framkvæmdir innanhúss en því verki á að vera lokið 1. september nk .
Meira

Friðrik Henrý pílaði til sigurs

Það var mikið um að vera hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar sl. fimmtudag en þá mætti Haraldur Birgisson (Halli Birgis) unglingalandsliðsþjálfari í heimsókn til að kíkja á yngstu pílukastara PKS og taka út hið flotta barna- og unglingastarf sem PKS stendur fyrir. Í tilefni heimsóknarinnar var hennt í grillveislu og svo í alvöru mót eftir matinn.
Meira

Efling stafrænnar getu í ferðaþjónustu á Norðurlandi

Samtök ferðaþjónustunnar, Markaðsstofa Norðurlands og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stóðu nýlega fyrir áhugaverðum viðburði sem haldinn var með það að markmiði að efla stafræna getu ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi. Fundarstjóri var Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, framkvæmdastjóri SSNV. Davíð Jóhannsson, ráðgjafi SSNV á sviði ferðamála, var einnig meðal þeirra fjölmörgu sem mættu á viðburðinn.
Meira

Tónleikar í Hólaneskirkju í kvöld

Sjaldan hefur jafn stór hópur framhaldsnemenda verið í flautusamspili Tónlistarskólans á Akureyri. Dagana 24.-29. apríl ætla sex nemendur þaðan og einn píanónemandi að fara til Frakklands í tónleika- og menningarferð. Kennararnir Petrea Óskarsdóttir (flauta) og Þórarinn Stefánsson (píanó) hafa undirbúið nemendurna fyrir tónleikana og verða fararstjórar. Hópurinn hélt tónleika í Akureyrarkirkju miðvikudaginn 9. apríl sl. og á Skagaströnd í kvöld og hitar upp fyrir utanlandsferðina.
Meira

Leikurinn gegn Völsungi gefur góð fyrirheit

Feykir sagði frá því um helgina að Tindastólsmenn urðu að sætta sig við tap gegn Lengjudeildarliði Völsungs í Mjólkubikar fótboltans. Úrslitin réðust í æsispennadi og dramatískum bráðabana í vítaspurnukeppni. „Ég var mjög ánægður með leik minna manna, við sýndum mikinn vilja og dugnað,“ sagði Konráð Freyr Sigurðsson (Konni), þjálfari Tindastóls þegar Feykir spurði hann út í leikinn.
Meira