feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
21.01.2025
kl. 10.43 gunnhildur@feykir.is
Hin árlega garðfuglahelgi að vetri verður 24.-27. janúar að öllum fjórum dögum meðtöldum. Um er að ræða helgi þegar fuglaáhugafólk um land allt telur fuglategundir í görðum.
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Í matinn er þetta helst, Lokað efni
21.01.2025
kl. 08.40 siggag@nyprent.is
Matgæðingar vikunnar í tbl 3, 2024, voru þau Sveinbjörg Rut Pétursdóttir og Matthías Rúnarsson en þau búa á Hvammstanga ásamt dóttur þeirra, Ragnheiði. Sveinbjörg og Matthías vinna bæði hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), Matthías sem bókari og Sveinbjörg sem atvinnuráðgjafi. Matthías er menntaður sem löggiltur bókari og Sveinbjörg er með master í alþjóðaviðskiptum. „Við Matti gerum þessa mjög oft enda einfalt að elda en umfram allt mjög bragðgóð.“
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Lokað efni
20.01.2025
kl. 09.48 oli@feykir.is
Þær stöllur og sparksnillingar frá Skagaströnd, Birgitta Rún Finnbogadóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir, slá ekki slöku við í boltanum. Þær hafa verið viðloðandi U17 landsliðshóp Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara Íslands síðustu misserin og nú þegar æfingamót í Portúgal stendur fyrir dyrum dagma 20.-29. janúar þá eru þær að sjálfsögðu í hópnum sem ætti að öllu jöfnu að hafa lagt land undir fót í dag.
feykir.is
Skagafjörður, Í matinn er þetta helst, Lokað efni
20.01.2025
kl. 09.30 siggag@nyprent.is
Matgæðingur vikunnar í tbl 2, 2024, var Elma Hrönn Þorleifsdóttir sem er fædd og uppalin á Þorleifsstöðum í Skagafirði. Elma bý með Inga Birni Árnasyni á Marbæli í Skagafirði og eiga þau þrjú börn. Elma starfar í mötuneyti Varmahlíðarskóla en er samt sem áður alls ekki mikið fyrir að elda mat heima hjá sér.
Leiðindaveður er víða um land á þessum mánudegi og þannig er gul veðurviðvörun á Norðurlandi vestra og er reiknað með að henni verði aflétt undir kvöldmatarleytið í dag. Hvasst er á Skaga og nyrst á Tröllaskaga og reiknað er með auknum vindi í nágrenni Blönduóss. Vegir úr Skagafirði yfir í Eyjafjörð eru lokaðir sem stendur. Appelsínugul viðvörun er sem stendur á Auaturlandi og þar hafa nokkur hús á Seyðisfirði og í Neskaupstað verið rýmd.
feykir.is
Skagafjörður, Í matinn er þetta helst, Lokað efni
19.01.2025
kl. 10.34 siggag@nyprent.is
Matgæðingar vikunnar í fyrsta tbl árins árið 2024 voru Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir og Kristófer Már Maronsson. Ólöf Lovísa er fædd og uppalin á Sauðárkróki og starfar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga en Kristófer er fæddur og uppalinn á Akranesi og starfar sem formaður fræðslunefndar í Skagafirði.
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
19.01.2025
kl. 00.22 oli@feykir.is
Stólastúlkur urðu að bíta í það súra epli að detta út úr VÍS bikarnum í gær en þá sóttu þær lið Njarðvíkur heim. Um var að ræða leik í átta liða úrslitum og hefði sannarlega verið spennandi fyrir stuðningsmenn Tindastóls að fylgja liðinu í Laugardalshöllina í undanúrslitin. Lið heimastúlkna var lengstum yfir í leiknum en lokamínúturnar voru æsispennandi en heimavöllurinn reyndist drjúgur og Njarðvík hafði betur. Lokatölur 80-73.
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
18.01.2025
kl. 23.33 oli@feykir.is
Tindastólsmenn skruppu í Hafnarfjörð síðastliðið föstudagskvöld en þar beið þeirra botnlið Hauka. Kvöldið áður hafði topplið Stjörnunnar lotið í parket í Skógarselinu gegn sprækum ÍR-ingum og Stólarnir höfðu því gullið tækifæri til að jafna Stjörnunar að stigum og komast á toppinn. Það er hins vegar enginn leikur gefinn í Bónus deildinni og Hafnfirðingar unnu að lokum eins stigs sigur, 100-99, og voru vel að sigrinum komnir.
feykir.is
Skagafjörður, Í matinn er þetta helst, Lokað efni
18.01.2025
kl. 09.56 siggag@nyprent.is
Matgæðingar vikunnar í tbl 48, 2023, voru Jóel Þór Árnason og konan hans, Íris Hrönn Rúnarsdóttir. Jóel vinnur í Blöndustöð og Íris starfar á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki. Jóel og Íris búa á Suðurgötunni á Króknum ásamt fimm börnum, Margréti Rún, Alexöndru Ósk, Viktoríu Ösp, Frosta Þór og Ými Frey og einnig hundinum Móra.
Þá erum við landsmenn komnir í sæng með Valkyrjunum eldhressu og nú verður gengið vasklega til verks, ermar verða uppbrettar, framtíðin björt og lífið fallegt. Þær Kristrún Frosta, Þorgerður Katrín og Inga Sæland komu, sáu og sigruðu – já, jafnvel Sigurjón digra – í alþingiskosningunum í lok nóvember og þær mynduðu síðan stjórn fyrir jól.
Í upphafi hvers árs er mikið um að vera hjá ferðaþjónustufólki sem kemur saman til að ráðfæra sig við hvert annað, finna nýjar hugmyndir og skapa verðmæti. Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er haldið í Kópavogi og samhliða því er heil vika af spenn...
Nú þegar við siglum inn í nýja árið er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg og flýtur hugur þá oftar en ekki til æskuáranna, heim í Skagafjörðinn, þar sem landfestar lífs okkar margra eru sjálfsagt enn bundnar. Þegar ég hugsa til þessara tíma er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa alist upp í samfélagi sem ég fann að ég var partur af, með fólki sem veitti mér rými til þess að vera ég sjálf, á sama tíma og það gaf mér tækifæri til að efla mig, vaxa og rækta sem manneskju.
Mistök varðandi skil á utankjörstaðaatkvæðum virðast hafa verið einhver í nýlega afstöðnum kosningum. Herra Hundfúll er pínu hissa að það virðist sem þetta sé bara ekkert mál, ef marka má viðbrögð, bara svona óheppilegt og ekkert við þessu að gera samkvæmt leikreglunum.