Stefnt að því að opna nýja laugarsvæðið í maí
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
15.04.2025
kl. 15.30
Það styttist í að nýtt laugarsvæði Sundlaugarinnar á Sauðárkróki verði tekið í notkun. Á fundi bygginganefndar Skagafjarðar í síðustu viku var farið yfir stöðu framkvæmda við laugina á árinu 2025 og næstu skref. Fram kemur í fundargerð að stefnt er að opnun nýja laugarsvæðisins í maí og að nú sé unnið að yfirferð útboðsgagna fyrir stóru rennibrautirnar og turninn í samvinnu við Fjársýslu ríkisins. Miðað er við að útboð verði auglýst í vor.
Meira