Fréttir

Það harðnar á dalnum hjá Húnvetningum

Það var spilað á Sjávarborgarvelli á Hvammstanga í dag í 21. umferð 2. deildarinnar í knattspyrnu. Þá tók Kormákur/Hvöt á móti Knattspyrnufélagi Austurlands sem hefur verið í toppbaráttunni í mest allt sumar en var rétt búið að missa af lest þeirra liða sem vilja fylgja liði Selfoss upp í Lengjudeildina. Leikurinn var því kannski ekki mikilvægur fyrir gestina en hann var það sannarlega fyrir lið Húnvetninga sem berst fyrir lífi sínu í deildinni. Það var lið KFA sem hafði betur, vann leikinn 1-3.
Meira

Appelsínugul viðvörun og norðanhvellur í kortunum

Í tilkynningu frá almannavörnum á Norðurlandi vestra er vakin athygli á slæmri veðurspá fram á seinni hluta þriðjudags. Búið er að gefa út af Veðurstofu að frá og með seinnipartinum á morgun, mánudegi, verði gefin út appelsínugul veðurviðvörun sem að nær langt fram á þriðjudag.
Meira

Allt er gott sem endar vel

Feykir sagði frá því undarlega máli á föstudag að húseigandi við Sæmundargötu á Sauðárkróki næði ekki að afhenda nýjum eiganda húsið þar sem leigjandi hans neitaði að yfirgefa húsið. Nú hefur þetta málið fengið farsælan endi þar sem félagsmálayfirvöld í Skagafirði gripu í taumana og komu manninum fyrir á gistihúsi.
Meira

Íslenskar göngudrottningar taka Kóngaveginn með trompi

Fyrr í sumar hélt gönguhópur sem kallar sig Föruneyti Írisar í vikuferð til Noregs, með það að markmiði að ganga hluta af gamalli póst-og þjóðleið sem kallast Kongeveien over Filefjellet á tungu þarlendra. Skemmst er frá að segja að ferðin heppnaðist vel og göngu-dagarnir þrír, ásamt dvöl í einstaklega fallegu umhverfi í Lærdal, Aasane og Bergen, heppn-uðust vel. Komu konurnar þrettán sem tóku þátt endurnærðar til síns heima viku síðar.
Meira

Stólarnir unnu alla leiki sína í síðari umferðinni

Karlalið Tindastóls í knattspyrnu spilaði síðasta leik sinn í 4. deild í gær en þá sóttu strákarnir lið KÁ heim í Hafnarfjörð á BIRTU-völlinn. Stólarnir höfðu þegar tryggt sér efsta sæti deildarinnar og sæti í 3. deild að ári og því leikurinn kannski mest upp á stoltið og að halda mönnum á tánum fyrir komandi undanúrslitaleik í Fótbolti.net bikarnum. Lokatölur urðu 0-3 fyrir Stólana.
Meira

Lifi íslenskur landbúnaður

Atli Már Traustason er bóndi og frjótæknir á Syðri Hofdölum í Skagafirði. Hann er stúdent frá FNV og búfræðingur frá Hvanneyri, giftur Klöru Helgadóttur og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. Á Syðri Hofdölum er rekið blandað bú,80 mjólkurkýr, sem stefna senn í 100, og uppeldi sem því fylgir og einnig talsverð nautakjötsframleiðsla,alls eru um 300 nautgripir á búinu.
Meira

Allir geta verið stoltir af liði Tindastóls, segir Donni

Feykir spurði Donna, þjálfari Stólastúlkna, hvort hann væri stoltur af liðinu sínu eftir mikilvægan sigur á Fylki. „Ég er í skýjunum með frammistöðuna í dag þegar allt var undir. Stelpurnar stóðust pressuna alveg eins og ég vissi að þær gætu gert. Þær gerðu það sama í fyrra og í raun hefðu mörkin í dag getað verið jafn mörg og þá,“ sagði hann og vísaði í 7-3 sigur á ÍBV í fyrra við svipaðar kringumstæður.
Meira

Stólastúlkur áfram á meðal þeirra Bestu!

Mikilvægasti leikur sumarsins var spilaður í dag á Sauðárkróksvelli þar sem Tindastóll og Fylkir mættust í nokkurs konar úrslitaleik um sæti í Bestu deild kvenna. Með sigri Fylkis hefðu þær jafnað Stólastúlkur að stigum og átt botnlið Keflavíkur í síðustu umferðinni í úrslitakeppni neðri liða á meðan lið Tindastóls hefði sótt Stjörnuliðið heim. Frá fyrstu mínútu réðu hins vegar heimastúlkur ferðinni, spiluðu í raun hinn fullkomna leik og unnu lið gestanna 3-0 – og tryggðu þar með sætið í Bestu deildinni. Til hamingju Stólastúlkur!
Meira

Fjölmennt í Síkinu þegar Stólarnir lögðu Þórsara

Fyrsti æfingaleikur karlaliðs Tindastóls í körfubolta fór fram í gærkvöldi en það voru Þórsarar sem þræddu þjóðveginn úr Þorlákshöfn alla leið í Síkið eina og sanna. Ekki er nema um vika síðan allir leikmenn Stólanna komu fyrst saman til æfinga en samkvæmt Körfunni.is þá leiddu heimamenn frá fimmtu mínútu og allt til leiksloka. Lokatölur 95-83.
Meira

„Að skrifa ljóð, texta og rapp er eins og sálfræðimeðferð fyrir sjálfan mig“ / INGI SIGÞÓR

Þá er það Ingi Sigþór Gunnarsson sem teikar Tón-lystar-vagninn að þessu sinni. Það er reyndar bannað að teika og því ekki til eftirbreytni. Ingi Sigþór býr í Fellstúninu á Króknum, er árgangur 2000 sem er auðvitað mjög þægilegt ef menn þurfa að gefa upp aldur – svo lengi sem menn vita hvað ár er. „Ég er alfarið alinn upp á Króknum og er sonur Elvu Bjarkar Guðmundsdóttur og Gunnars Braga Sveinssonar,“ segir Ingi. „Ég kann eitthvað smá á gítar en annars treysti ég mest á röddina sem og kunn-áttu mína á hljóðvinnsluforrit.“
Meira