Rokkkór Húnaþings vestra hnyklar vöðvana
Vikuna 22.-29. mars nk. mun Rokkkórinn úr Húnaþingi vestra fara á stjá með þrenna tónleika. Já, það er ekki bara farið suður á höfuborgarsvæðið 22. mars, heldur líka austur í Skagafjörð fimmtudaginn 27. mars og svo heima á Hvammstanga 29. mars. Síðustu helgina í apríl mun kórinn svo halda vestur í Búðardal og koma fram á Jörfagleðinni. Það er því nóg fyrir stafni hjá kórnum á næstunni en hafa æfingar staðið yfir með hléum frá því um haustið 2023.
Til stóð að halda tónleikana síðastliðið ár en barst svo beiðni frá Hrafnhildi Ýr um að syngja með henni á útgáfutónleikum hennar á Hvammstanga og auðvitað sagði kórinn já við því og skemmti sér vel við það verkefni. Tónleikunum var því frestað fram til ársins 2025.
Um fjölbreytta dagskrá er að ræða enda spannar tónlistartímabil tónleikanna yfir 50 ár. Íslensk lög í bland við erlend. Kórnum mun fylgja fullskipuð hljómsveit og verður því um mikla tónlistarveislu að ræða. Miðasala fer fram á adgangsmidi.is og er miðaverð kr. 5.000
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.