Fréttir

Opið fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna!

Nú er opið fyrir styrki til atvinnumála kvenna og er umsóknarfrestur til og með 14. mars. Hægt er að sækja um styrki til vöruþróunar, markaðssetningar og vegna launakostnaðar (fyrir nýlega stofnuð fyrirtæki), Hámarksstyrkur er 4 m.kr. og er hægt að sækja um styrki fyrir helmingi kostnaðar. Einnig er hægt að sækja um styrki til gerðar viðskiptáætlana að upphæð kr. 600.000.
Meira

Vann til sex verðlauna á Unglingalandsmótinu sl. sumar

Það er komið að næsta íþróttagarpi en það er engin önnur en Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir. Súsanna er fædd árið 2009 í Árósum í Danmörku en flutti 18 mánaða á Ríp 3 í Hegranesinu í Skagafirði. Foreldrar hennar eru Hildur Þóra Magnúsdóttir og Halldór Brynjar Gunnlaugsson en hún á einnig tvo eldri bræður, þá Magnús Hólm og Brynjar Þór.
Meira

Kjúklingaréttur og ástríðufull marengsterta | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 29, 2024, var Margrét Árnadóttir, Hofsósingur með siglfirskt og Strandablóð í æðunum. Margrét er búfræðingur og líður best í sveit með kindum og kúm. Hún hefur unnið í KS Hofsósi undanfarin ár ásamt því að vinna í fjósi frá því síðasta haust þar sem hún uppgötvaði að henni líkar mun betur við kýr en hana grunaði. Sl. haust skildu þó leiðir þar sem hún dreif sig í stórborgina og fór að vinna í leikskóla.
Meira

Erfið byrjun Stólastúlkna í Lengjubikarnum

Það er óhætt að segja að lið Þórs/KA hafi ekki sýnt Stólastúlkum neina miskunn þegar liðin mættust í Boganum á Akureyri seinni partinn í dag í fyrstu umferð Lengjubikarsins. Þær akureysku voru í miklum ham og tóku forystuna eftir þrjár mínútur. Staðan var síðan 5-0 í hálfleik og fór svo á endanum að lokatölur voru 9-0.
Meira

Æfingamót í Portúgal | Dagbók Elísu Bríetar

Feykir hefur ítrekað sagt frá ævintýrum knattspyrnustúlknanna frá Skagaströnd, Birgittur Rúnar Finnbogadóttur og Elísu Bríetar Björnsdóttur, og það er engin leið að hætta. Þær spila með Bestu deildar liði Tindastóls og voru báðar valdar í 22 kvenna landsliðshóp U17 liðs Íslands og fóru með liðinu til Portúgal nú seint í janúar en þar tók liðið þátt í fjögurra liða æfingamóti. Feykir plataði Elísu Bríeti til að halda eins konar dagbók og segja lesendum Feykis frá því hvað gerist í landsliðsferðum.
Meira

Innviðaráðuneytið vísaði kæru Álfhildar frá

Nokkur ágreiningur varð meðal sveitarstjórnarfólks í Skagafirði í upphafi kennaraverkfalls í lok október. Álfhildur Leifsdóttir, áheyrnarfulltrúi VG og óháðra í byggðarráði Skagafjarðar, sem einnig er formaður Kennarasamband Norðurlands vestra, fór þess á leit að tekin yrði á dagskrá fundar í byggðarráði 30. október „...sú ákvörðun að ætla sér að hafa leikskólann að mestu opinn í verkfalli“. Var erindið tekið fyrir en Álfhildur kosin vanhæf til þátttöku í umræðunni um erindið með öllum greiddum atkvæðum fulltrúa Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalistans. Álfhildur var ósátt og kærði þann gjörning til innviðaráðuneytisins sem komst að þeirri niðurstöðu í lok nóvember að vísa bæri málinu frá.
Meira

Lærapottur og rabarbarapæ | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 26, 2024, voru þau Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson og Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir. Ægir þekkja flestir Skagfirðingar, hann er myndlistarkennari í Árskóla og fjöllistamaður og Guðrún vinnur hjá Landsvirkjun. Ægir er Króksari sem á ættir að rekja í Hafnarfjörðinn og Eskifjörð og Guðrún segist vera Norðlendingur en býr í dag á Akureyri.
Meira

Naumt tap Tindastólspilta á Dalvík

Karlalið Tindastóls spilaði sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum nú í dag og var andstæðingurinn sameinað lið Dalvíkur og Reynis. Leikið var á Dalvík og fóru leikar þannig að heimamenn höfðu betur, unnu leikinn 2-1.
Meira

Indverskur gúllasréttur og karamellukaka | Matgæðingur Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 20, 2024, voru þau Karítas Sigurbjörg Björnsdóttir og Sigurður Arnar Björnsson. Þau búa í fallega rauða húsinu á Bárustígnum á Króknum ásamt börnum þeirra tveim, Ingu Rún og Björn Aron.
Meira

„Ég sé ekki eftir því í eina sekúndu að hafa flutt” segir Gunnar oft | Velkomin heim

Skagfirðingurinn og tvíburinn Sólrún Harpa Heiðarsdóttir flutti til Reykjavíkur árið 2008 en er nú komin aftur heim á Krókinn ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Oddi Halldórssyni. Foreldrar Sólrúnar eru þau Anna Kristjánsdóttir frá Skatastöðum og Heiðar Borgar Björnsson frá Borgargerði. Sólrún á þrjú systkini, eldri bróður sem heitir Kristján Ingibergur, tvíburabróðurinn Tómas Pétur og yngri systur hana Unni Fjólu. Sólrún og Gunnar eiga saman þrjú börn, Guðbjörgu Heru, Daníel Guðna og Vigdísi Heklu og hafa þau komið sér vel fyrir í Nestúninu. Sólrún vinnur á Leikskólanum Ársölum (yngra stig) og Gunnar vinnur hjá Íslenska gámafélaginu.
Meira