Fyrirhugaðar ljósleiðaraframkvæmdir á Laugarbakka
Á heimasíðu Mílu eru til kynningaráform um lagningu ljósleiðara á Laugarbakka sumarið 2025. Í framhaldi af lagningu og tengingu ljósleiðarans í hús verða koparlínur aflagðar, segir á vef Húnaþings vestra.
Myndin hér að neðan sýnir ætlað framkvæmdasvæði á Laugarbakka vegna ljósleiðaravæðingar Mílu 2025. Framkvæmdin felur í sér bæði skurðvinnu og ídrátt í fyrirliggjandi rör. Þeim sem hafa áhuga á að samnýta framkvæmdir á þessu svæði er bent á að hafa samband við Mílu með tölvupósti á mila@mila.is til að fá nánari upplýsingar um framkvæmdina.
Verkefnið er liður í samningi Húnaþings vestra og Mílu um lok ljósleiðaravæðingar á Hvammstanga og Laugarbakka með styrk frá Fjarskiptasjóði. Styrkurinn nær til húsa þar sem skráð er lögheimili.
Athygli er vakin á því að þeim sem kunna að hafa áhuga á að samnýta framkvæmdir á þessu svæði er bent á að hafa samband við Mílu með tölvupósti á mila@mila.is til að fá nánari upplýsingar um framkvæmdina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.