Appelsínugul veðurviðvörun í rúman sólarhring

Svona er spáin fyrir Norðurland vestra og Strandir kl. 18 í dag. SKJÁSKOT AF VEÐUR.IS
Svona er spáin fyrir Norðurland vestra og Strandir kl. 18 í dag. SKJÁSKOT AF VEÐUR.IS

Í gær spáði Veðurstofan vonskuveðri í dag og á morgun og er fastlega reiknað með að spáin gangi eftir. Það má því reikna með að um kl. 15 í dag verði orðið bálhvasst en þá tekur appelsínugul veðurviðvörun yfir á Norðurlandi vestra og er spáð vonskuveðri á öllu landinu þegar líður að kveldi. Lögreglan leggur að fólki að koma lausamunum í skjól, fylgjast vel með veðurspám, færð á vegum og skyggni.

Veðurspáin fyrir allt landið er á þessa leið fyrir daginn í dag og morgundaginn er á þessa leið: „Suðvestan 10-18 m/s og él, hvassast sunnan- og vestanlands. Vaxandi sunnanátt eftir hádegi með rigningu eða slyddu, sunnan og suðvestan 20-28 í kvöld, en hvassari á stöku stað og hviður yfir 40 m/s. Talsverð rigning, en úrkomuminna norðaustanlands. Hlýnar í veðri, hiti 2 til 8 stig í kvöld.

Hægari um tíma í nótt. Sunnan 23-30 í fyrramálið og talsverð rigning, en líklega hægari og snjókoma á Vestfjörðum. Dregur síðan úr vindi og úrkomu, fyrst vestantil. Hiti 1 til 14 stig, hlýjast í hnjúkaþey fyrir norðan. Suðvestan 13-20 annað kvöld og él. Kólnar í veðri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir