Fréttir

Umhverfisverðlaun Skagafjarðar verða afhent í dag

Á vef Skagafjarðar segir að í dag, fimmtudaginn 5. september verða umhverfisverðlaun Skagafjarðar veitt í 20. sinn.
Meira

Gísli Þór á toppnum á metsölulista ljóðabóka

Nýjasta ljóðabók Gísla Þórs Ólafssonar, Fjarstýringablús í dögun stafrænnar menningar fer vel af stað og er nú í fyrsta sæti metsölulista ljóðabóka hjá Eymundsson.
Meira

Sú gula lætur sjá sig í dag

Já, Veðurstofan er ekkert að djóka með þessa gulu. Hún fær pláss í spánni í dag sem er á þessa leið: „Suðvestan 15-23 m/s með vindhviðum staðbundið að 30-35 m/s, hvassast á Ströndum. Til að forðast foktjón er fólk hvatt til að tryggja lausamuni utandyra. Varasmt ökutækjum, sem verða óstöðug í vindi.“ Við erum semsagt að tala um gula veðurviðvörun.
Meira

Benni er alltaf spenntur þegar það er stutt í nýtt tímabil

„Já, við erum búin að koma okkur fyrir og erum að elska lífið á Króknum. Við erum einnig búin að vera mikið á ferðinnni að ferja dót og eigum eftir að ná í meira dót – okkur líður rosalega vel hérna,“ segir Benedikt R. Guðmundsson, þjálfari Tindastóls í körfunni, þegar Feykir spurði hann hvort hann væri búinn að koma sér fyrir á Króknum. Nú styttist í alvöruna en fyrsti æfingaleikur haustsins er annað kvöld í Síkinu og því rétt að athuga með þrýstinginn hjá þjálfaranum.
Meira

Fjallkonuhátíð í Skagafirði

Þann 7. september nk. verður haldin Fjallkonuhátíð í Skagafirði af Þjóðbúningafélagi Íslands í samvinnu við Pilsaþyt í Skagafirði og Annríki- þjóðbúningar og skart í Hafnarfirði. Feykir hafði sambandi við Ástu Ólöfu Jónsdóttur Pilsaþytskonu til að forvitnast af hverju verið er að halda Fjallkonuhátíð í Skagafirði. „Þegar upp kom sú hugmynd að halda minningu frumkvöðlanna á lofti þá kom Skagafjörður mjög fljótt inn í myndina vegna tengsla þessara frumkvöðla við fjörðinn,“ segir Ásta Ólöf.
Meira

Bleikur dagur í FNV í dag

Nemendur FNV mættu í bleiku í skólann í dag til að minnast Bryndísar Klöru sem lést í kjölfarið á hnífstunguárás á Menningarnótt. Landsmenn eru slegnir yfir þessum atburði en auk Bryndísar Klöru voru drengur og stúlka stungin í árásinni en hinn grunaði árásarmaður er sjálfur aðeins 16 ára.
Meira

Er vopnaburður skólabarna vandamál á Norðurlandi vestra?

Vopnaburður skólabarna eða ungmenna hefur verið í umræðunni að undanförnu í kjölfar hræðilegrar hnífstunguárásar á Menningarnótt en Bryndís Klara Birgisdóttir, aðeins 17 ára gömul, lést af sárum sínum nú fyrir helgi. Svo virðist sem það sé orðið býsna algengt að ungmenni séu vopnuð hnífum, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu, en ætli þetta sé einnig vandamál á Norðurlandi vestra? Feykir sendi Lögreglunni á Norðurlandi vestra fyrirspurn.
Meira

Íbúar í Hegranesi í viðræðum við Skagafjörð um félagsheimilið

Íbúar og jarða- og lóðaeigendum í Hegranesi fóru á leit að Skagafjörður auglýsi ekki Félagsheimili Rípurhrepps til sölu heldur gangi til viðræðna við íbúa, jarða- og lóðaeigendur í Hegranesi um framtíð félagsheimilisins. Upplýst var í erindinu að fyrrgreindir aðilar hefðu í hyggju að stofna félagasamtök sem farið gætu með eignarhald og rekstrarumsjón hússins að undangengnum samningum við sveitarfélagið Skagafjörð og var samþykkt á fundi byggðarráðs að boða forsvarsmenn félagsins á fund ráðsins. Feykir setti sig í samband við Maríu Eymundsdóttur sem svaraði nokkrum spurningum fyrir okkur fyrir hönd íbúanna. 
Meira

Stefnt að því að koma upp eftirlitsmyndavélum á Norðurlandi vestra

Fyrir byggðarráðum Húnabyggðar og Skagafjarðar lá nýlega erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra þess efnis að samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (LNV) hafi haft til umræðu að taka í notkun eftirlitsmyndavélar lögreglu innan umdæmisins en umdæmið er eitt fárra lögregluumdæma þar sem slíkar myndavélar eru ekki í notkun.
Meira

Donni vill læti á laugardaginn

„Nú næsta laugardag eftir tæpa viku spilar úrvalsdeildarlið Tindastóls gríðarlega mikilvægan leik við Fylki. Við erum lang minnsta samfélagið á bakvið efstu deildarlið í fótbolta og það er gríðarlegt afrek. Þetta er síðasti heimaleikur sumarsins og það er tækifæri til að taka allt á næsta stig, styðja af krafti og hjálpa til við að Tindastóll eigi áfram lið í efstu deild á Íslandi í knattspyrnu,“ segir Donni þjálfari Stólastúlkna í fótboltanum og biðlar til stuðningsmanna að fjölmenna á völlinn.
Meira