Fréttir

Dalasetur með toppeinkunn frá gestunum

Dalasetur fékk skemmtileg skilaboð í vikunni frá Booking að þeir hefðu unnið 2025 Traveller Review Award, en þessi viðurkenning er samansafn af umsögum og endurgjöfum frá gestum Dalaseturs sem dvalið hafa þar. Feykir hafði samband við Daníel Þórarinsson í Dalasetri og heyrði í honum hljóðið.
Meira

Fuglainflúensa greindist í ref í Skagafirði

Þann 30. janúar bárust Matvælastofnun niðurstöður rannsókna Tilraunastöðvar HÍ að Keldum á sýnum sem tekin voru úr ref sem aflífaður var í Skagafirði. Íbúi sá refinn og tók eftir að hann var augljóslega veikur; mjög slappur, hreyfði sig lítið og var valtur á fótunum. Tilkynnt var um refinn til Matvælastofnunar, reyndar refaskyttur voru fengnar til að aflífa hann, hræið sent til rannsókna á Keldum og greindist hann með fuglainflúensu af gerðinni H5N5. Í ljósi þessa vill Matvælastofnun biðja fólk að vera vakandi fyrir sjúkdómseinkennum eða óeðlilegri hegðun í refum og senda stofnuninni tilkynningu ef það verður vart við veika eða dauða refi.
Meira

Ásta Ólöf heldur áfram að láta gott af mér leiða

Ásta Ólöf sem nýverið var valinn Maður ársins á Norðurlandi vestra heldur áfram að láta gott af sér leiða. Þetta kemur fram Facebooksíðu Skagafjarðar.
Meira

Verkefni lögreglunnar á Norðurlandi vestra fjölbreytt í janúar

Á heimasíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að alls voru á fimmta hundrað mál skráð hjá embættinu í janúarmánuði og eru verkefni lögreglunnar á landsbyggðinni oft æði fjölbreytt, allt frá því að flagga íslenska fánanum á nýársdag að því að leita að týndu barni.
Meira

Tveir sérar ráðnir í afleysingu

Liðsauki í Skagafjarðarprestakall annars vegar og Húnavatnsprestakall hins vegar. Gengið hefur verið frá ráðningu tveggja presta til afleysingaþjónustu í prestaköllunum frá byrjun febrúar og næstu mánuði.
Meira

Sexan stuttmyndakeppni fyrir nemendur í 7. bekk er hafin

Í gær, 3. febrúar, var opnað fyrir innsendingar í Sexuna, stuttmyndakeppni fyrir nemendur í 7. bekk í grunnskólum landsins. Sexan er forvarnar- og fræðsluverkefni breiðrar fylkingar samstarfsaðila sem láta sig heilsu og velferð ungmenna varða: Neyðarlínan, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Jafnréttisstofa, Barna- og fjölskyldustofa, Heilsueflandi grunnskóli, Fjölmiðlanefnd, Samskiptafulltrúi íþrótta- og æskulýðsstarfs, Barnaheill, Ríkislögreglustjóri, Miðstöð mennta- og skólaþróunar og RÚV.
Meira

Lífshlaupið hefst á morgun, 5. feb. - Verður þinn vinnustaður, skóli eða hreystihópur með?

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að sporna við kyrrsetu og hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig meira í sínu daglega lífi. Stuðst er við ráðleggingar embættis landlæknis um hreyfingu sem segir að börn og unglingar þurfi að hreyfa sig minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir þurfi að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 21,4 mínútur daglega. Í Lífshlaupinu er miðað við 30 mín á dag fyrir 16 ára og eldri.
Meira

Skáksamband Íslands fagnar 100 ára afmæli sínu á Blönduósi í sumar

Skáksamband Íslands ætlar að halda upp á 100 ára afmælið sitt á Blönduósi í sumar en sambandið var stofnaði í gamla spítalanum á Aðalgötu 7 í gamla bænum á Blönduósi þann 23. júní árið 1925. Í fundargerð atvinnu- og menningarnefndar Húnabyggðar segir að viðburðurinn verður mjög stór og mun ná yfir tæpar tvær vikur, eða 12. - 22. júní. Teflt verður út um allan bæ og ýmiskonar viðburðir verða haldnir sem tengjast skák og sögu taflmennskunnar á Íslandi.
Meira

Bullandi óánægja með endurhönnun leiðakerfis Strætós

Vegagerðin á og rekur landsbyggðarstrætó og þar hefur verið unnið að endurhönnun leiðakerfisins. Það er hins vegar óhætt að segja að þær breytingar sem fyrirhugaðar eru hafa ekki fallið í kramið hjá fulltrúum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra enda virðist sem svo að hugmyndirnar feli einkum í sér minni þjónustu. Byggðarráð Skagafjarðar skorar á innviðaráðherra, Eyjólf Ármannsson frá Flokki fólksins, að taka málið til skoðunar enda ákvörðun Vegagerðarinnar „...í hróplegu ósamræmi við 3. grein stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins þar sem segir að auka eigi fjárfestingar í samgöngum um land allt.“
Meira

Gottveður.is er vísir að nýjum vef Veðurstofunnar

Áhugafólk um veður og veðurspár ætti að vera kátt með nýja vefsíðu Veðurstofunnar – gottvedur.is – sem tekin var í notkun í gær. Í raun er um að ræða fyrsta hluta af nýjum vef Veðurstofunnar en vefurinn er enn í þróun og mun færast undir vedur.is þegar endurnýjun á núverandi vef lýkur. Reikna má með að íbúar í þéttbýli fagni því að veðri í helstu bæjum og þéttbýliskjörnum landsins er gert hátt undir höfði á nýja vefnum.
Meira