Úr appelsínugulu yfir í rautt

MYND VEDUR.IS
MYND VEDUR.IS
Veðurstofa Íslands hefur nú uppfært úr appelsínugulri viðvörun yfir í rauða fyrir Norðurland vestra og Strandir í dag og á morgun. Útlit er sem hér segir af vef veðurstofunnar. Fréttamiðlar hafa ekki undan að skrifa veðurfréttir og uppfæra áður skrifaðar fréttir því veðurspáin versnar stöðugt og nú er ekki annað hægt en að vona að nú sé toppnum náð. 
 

Sunnan og suðvestan rok eða ofsaveður, rauð viðvörun. 5 feb. kl. 16:00 – 20:00. Sunnan og suðvestan 28-33 m/s og hviður staðbundið yfir 50 m/s. Talsverð rigning á köflum. Foktjón mjög líklegt og það getur verið hættulegt að vera á ferð utandyra. Vatnavextir líklegir og raskanir á samgöngum líklegar. Ekkert ferðaveður.

Sunnan og suðvestan stormur eða rok. 5 feb. kl. 20:00 – 6 feb. kl. 03:00. Sunnan og síðan suðvestan 20-28 m/s og hviður yfir 35 m/s. Rigning, talsverð um tíma, en slydda eða snjókoma til fjalla. Foktjón líklegt og útlit fyrir raskanir á samgöngum. Ekkert ferðaveður.
Sunnan stormur eða rok 
 
Sunnan og suðvestan stormur eða rok. 6 feb. kl. 08:00 – 10:00. Sunnan 20-28 m/s og hviður yfir 35 m/s. Rigning, talsverð um tíma. Foktjón líklegt og útlit fyrir raskanir á samgöngum. Ekkert ferðaveður.
 
6. feb. kl. 10:00 – 15:00. Sunnan 28-33 m/s og hviður yfir 50 m/s. Rigning, talsverð um tíma. Foktjón líklegt og útlit fyrir vatnavexti og raskanir á samgöngum. Ekkert ferðaveður. Búast má við miklum áhlaðanda og ölduhæð.
Aðgerðastjórn Almannavarna (AST) á Norðurlandi vestra hefur verið virkjuð og mun starfa á meðan veðrið gengur yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir