Fréttir

Grátlegt tap Stólastúlkna í Síkinu í gærkvöldi

Kvennalið Tindastóls í körfunni tók á móti liði Hamars/Þórs í gærkvöldi í 17. umferð Bónus deildarinnar. Leikurinn var báðum liðum mikilvægur enda skiptir hver sigur máli í baráttunni um að halda sætinu í efstu deild. Það fór svo í kvöld að gestirnir reyndust sterkari og höfðu sigur eftir æsispennandi lokamínútur, gerðu sigurkörfu leiksins þegar þrjár sekúndur voru eftir og lokatölur 94-96.
Meira

Riða greindist ekki á árinu 2024

Mast segir frá því á heimasíðunni sinni að Tilraunastöð HÍ að Keldum hefur nú lokið rannsóknum á öllum heilasýnum sem tekin voru á árinu 2024. Klassísk riða fannst ekki í neinu sýni. Aftur á móti voru tvö sýni, sitt frá hvorum bænum, sem reyndust jákvæð vegna afbrigðilegrar riðu (NOR98) en slík greining kallar ekki á aðgerðir.
Meira

Íslensk kjötsúpa og Baileys ís | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 35, 2024, voru Lilja Dóra Bjarnadóttir og Friðrik Andri Atlason. Lilja Dóra er fædd og uppalin á Mannskaðahóli í Skagafirði og Friðrik Andri er fæddur og uppalinn á Syðri Hofdölum í Skagafirði. Þau byggðu sér hús á Hofdalalandinu sem heitir Fagraholt. Þau eru bæði búfræðimenntuð og saman eiga þau tvo stráka, Veigar Már, fæddur 2021, og Ívar Darri, fæddur 2023.
Meira

Bíða spennt eftir að nýja laugin á Króknum opni | Velkomin heim

Viðmælendur í þættinum Velkomin heim að þessu sinni eru þau Steinunn Jónsdóttir og Hafþór Haraldsson en þau búa í Ártúninu á Króknum og eru bæði alin upp þar. Þau fluttu heim í fyrra en bjuggu áður í Grafarholtinu í dásamlegu hverfi sem er umvafið náttúru og má segja að minni svolítið á Krókinn. Foreldrar Steinunnar eru Jón Svavarsson og Linda Hlín Sigurbjörnsdóttir og foreldrar Hafþórs eru Sigríður Káradóttir og Gunnsteinn Björnsson. Steinunn og Hafþór eiga saman tvö börn, Styrmi Örn átta ára og Aríu Mist tveggja ára.
Meira

Martín á von á hraðara og fjölhæfara liði Stólastúlkna

Kvennalið Tindastóls í körfunni spilar á morgun við lið Hamars/Þórs í Bónus deildinni og verður leikið í Síkinu. Leikurinn hefst kl. 19:15 en verið er að spila næstsíðustu umferðina í deildarkeppninni. Nokkrar breytingar hafa orðið á liði Tindastóls síðan í síðasta leik en Paula og Sarr hafa yfirgefið skútuna en í þeirra stað eru komnar Zuzanna og Dinga. Feykir sendi nokkrar spurningar á þjálfara liðsins, Israel Martín, og byrjaði á að spyrja út í breytingarnar á hópnum og hverju þær muni breyta.
Meira

Orkutæmandi áhorf | Leiðari 7. tbl. Feykis

Margir eru þeirrar gerðar að líf þeirra utan vinnutíma snýst talsvert um íþróttakappleiki helgarinnar. Það er að segja að hverja helgi þarf að skipuleggja í takt við leiki í enska boltanum eða körfuboltaleiki Tindastóls – svona svo dæmi sé tekið. Að fylgja íþróttaliðum, hvort sem farið er á völlinn eða heima setið fyrir framan imbann, þá getur þetta áhorf, sem jaðrar við að vera lífsnauðsynlegt, tekið talsvert á taugarnar.
Meira

Opið fyrir styrkumsóknir vegna svæðisbundinnar flutningsjöfnunar

Á heimasíðu Byggðastofnunar segir að nú hefur verið opnað fyrir styrkumsóknir vegna svæðisbundinnar flutningsjöfnunar. Lögbundinn lokafrestur umsókna vegna flutningskostnaðar árið 2024 er 31. mars 2025. Athugið að ekki er tekið við umsóknum sem berast eftir þann tíma.
Meira

Valentínusardagurinn er í dag

Valentínusardagurinn er í dag en hann er helgaður ástinni á messudegi heilags Valentínusar 14. febrúar ár hvert og á uppruna sinn að rekja til Evrópu á 14. öld. Meðal þess sem hefðbundið er að gera þennan dag er að senda sínum heittelskaða, eða sinni heittelskuðu, gjafir á borð við blóm og konfekt og láta valentínusarkort fylgja með. Á Wikipedia kemur fram að þessar hefðir eigi uppruna sinn í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum en í öðrum löndum gilda aðrar hefðir og sums staðar er dagurinn helgaður vináttu í stað ástar.
Meira

Hönnun nýrra þekkingargarða á Sauðárkróki kynnt

Á vef SSNV segir að þau séu þátttakandi í spennandi verkefni um uppbyggingu nýsköpunargarða í Skagafirði í samvinnu við Háskólann á Hólum, Hátæknisetur Íslands og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Í liðinni viku var kynningarfundur með fulltrúum sveitarstjórnar í Skagafirði og fleiri aðilum þar sem dönsku arkitektarnir frá NORRØN ásamt Magnúsi Frey Gíslasyni arkitekt kynntu fyrstu drög að hönnun á görðunum.
Meira

Fyrsta grásleppan komin á land í Skagafirði

Fyrsta grásleppulöndunin var í Skagafjarðarhöfnum á Króknum í gær og var það aflaklóin Steindór Árnason á Hafey SK 10 sem lagði inn um 100 kg. Venjan hefur verið síðastliðin ár að grásleppuvertíðin byrji ekki fyrr en í lok mars en í fyrra, í júní, var kvóta­setn­ing teg­und­ar­inn­ar samþykkt á Alþingi.
Meira