Fréttir

Viðurkenningar veittar á aðalfundi Félags kúabænda í Skagafirði

Aðalfundur Félags kúabænda í Skagafirði 2025 var haldinn 27. janúar sl. á Kaffi Krók. Vel var mætt á fundinn að venju og voru gestir fundarins að þessu sinni Trausti Hjálmarsson formaður Bændasamtaka Íslands og Rafn Bergsson formaður Nautgripadeildar BÍ. Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur og urðu örlitlar breytingar í stjórn.
Meira

Gísli Þór Ólafsson látinn

Skagfirðingurinn Gísli Þór Ólafsson, skáld og listamaður, lést þann 11. febrúar síðastliðinn eftir snarpa en ójafna veikindabaráttu. Hann var 46 ára gamall og lætur eftir sig eiginkonu og lítinn dreng.
Meira

Góður gangur í vinnu við slit byggðasamlaga

Húnahornið segir frá því að á fundi byggðarráðs Húnabyggðar í síðustu viku var lögð fram stöðuskýrsla KPMG þar sem fjallað er um slit þriggja byggðasamlaga, þ.e. um atvinnu- og menningarmál, tónlistarskóla og félags- og skólaþjónustu.
Meira

Katelyn og Súsanna náðu ágætum árangri

Um helgina fór Meistaramót Íslands 15-22 ára í frjálsum fram í Laugardalshöllinni og var hörkuþátttaka á mótinu frá frjálsíþrótta-félögum um allt land. Það voru ÍR-ingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar í stigakeppni félagsliða og hlutu 353,5 stig, FH-ingar urðu í öðru sæti með 299 stig og HSK/SELFOSS í því þriðja með 238 stig.
Meira

Risarækjupasta og eplakaka | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 37, 2024, voru Kristveig Anna Jónsdóttir og Atli Jens Albertsson. Kristveig er fædd og uppalin á Sauðárkróki og starfar sem rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Atli Jens er fæddur og uppalinn á Akureyri og er Þórsari í húð á hár. Atli starfar sem málari hjá Betri Fagmenn ehf. og eru þau búsett á Akureyri ásamt börnum tveim þeim Hilmi Breka og Ýr.
Meira

Garðbæingar lögðu lið Húnvetninga

Lið Kormáks/Hvatar spilaði um helgina fyrsta leik sinn í Lengjubikarnum og var spilað á Samsungvellinum í Garðabæ. Andstæðingurinn var lið KFG sem spilar í 2. deildinni í sumar líkt og lið Húnvetninga. Garðbæringarnir reyndust sterkari á svellinu í þetta skiptið og unnu 4-1 sigur.
Meira

Er hægt að fara á þorrablót án sultu?

Þegar þetta er skrifað þá er bóndadagurinn, 24. janúar, og þorrablótin að fara á fullt skrið í öllum sínum sjarma og skemmtilegheitum en þegar þetta er birt þá er aðeins vika eftir að þorranum og niðurstöður sýnatöku á hópsmiti sem varð í lok janúar byrjun febrúar orðnar opinberar og fyndið en ekki fyndið að hér eru uppskriftir af bæði sviða- og grísasultu ásamt rófustöppu.
Meira

Opnir lófar og fallegir draumar | Króksblótspistill 70 árgangsins

Er það staðreynd að sofni maður með opna lófa þá dreymi mann frekar blíðuhót og fjöruga bólfélaga? Sofni maður með kreppta hnefa dreymi mann hins vegar tómt basl og erfiða baráttu?
Meira

Ferskur forréttur og lambakótilettur | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 36, 2024, voru María Björk Ingvadóttir og Ómar Bragi Stefánsson en þau búa í Gilstúninu á Króknum. María starfar í dag sem framkvæmdastjóri Félagsráðgjafafélags Íslands og Ómar Bragi er framkvæmdastjóri móta og viðburða hjá UMFÍ.
Meira

Óskar Smári hafði betur í baráttunni um montréttinn í Brautarholti

Það voru ekki bara körfuboltastúlkurnar sem máttu þola grátlegt tap í gær því knattspyrnustúkurnar máttu bíta í sama súra eplið þegar þær spiluðu við lið Fram í Lengjubikarnum. Spilað var á Lambhafavellinum sunnan heiða og tryggðu heimastúlkur sér sigur í leiknum með marki í uppbótartíma. Lokatölur 2-1.
Meira