Fréttir

Donni spenntur fyrir þeim erlendu leikmönnum sem Tindastóll er að reyna að landa

Stólastúlkur fóru af stað í Lengjubikarnum um síðustu helgi og ekki var byrjunin sú sem þjálfara og leikmenn hafði kannski dreymt um, 9-0 tap gegn erkifjendunum í Þór/KA. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Donna þjálfara, forvitnaðist um samningsmál leikmanna, leikinn gegn Fram um næstu helgi og fleira.
Meira

Stefnir í að allar íbúðirnar fari í leigu í næstu viku

Í lok janúar sagði Feykir frá því að Brák hefði auglýst íbúðirnar í nýja húsinu við Freyjugötu til leigu. Þegar undirtektir við auglýsingunni voru kannaðar þá tjáði Einar Georgsson, framkvæmdastjóri Brákar, Feyki frá því að eignunum verði úthlutað í næstu viku og allt stefni í að allar átta íbúðirnar verði þá komnar í leigu.
Meira

Brasilíumaður í bleikt

Feykir gaf í skyn fyrr í vikunni að ekki væri ólíklegt að lið Kormáks/Hvatar yrði búið að bæta við leikmanni áður en liðið spilaði fyrsta leik sinn í Lengjubikarnum nú um helgina. Það stóð heima því meistaraflokksráð Kormáks Hvatar hefur gengið frá samningum við brasilíska sóknarmiðjumanninn Matheus Bettio Gotler um að leika með liðinu í sumar.
Meira

Ruslatunnur sem gleðja augað

Sumarið 2023 fór Sveitarfélagið Skagaströnd af stað með nokkur bráðskemmtilegt verkefni með krökkunum í Vinnuskólanum. Verkefnið sem hefur vakið hve mesta eftirtekt eru listaverkin sem máluð voru á ruslatunnur bæjarins. Það er ekki furða því ruslatunnur eru yfirleitt í hefðbundum grænum lit sem enginn er að spá í nema sá sem þarf að losa sig við eitthvað í þær. 
Meira

Saltfiskur og pönnukökueftirréttur | Matgæðingar Feykis

Matgæðingarnir að þessu sinni fengu áskorun frá Ragnheiði og Halldóri sem voru í tbl. 32, 2024. En það eru þau Erla Kjartansdóttir fv. skólabókasafnskennari og Óskar G. Björnsson skólastjóri í Árskóla á Sauðárkróki sem búa í Háuhlíðinni á Króknum sem tóku við þættinum og birtist hann í tbl. 34 í fyrra.  
Meira

Planið hans Lalla fauk út um gluggann í Síkinu

Lið Tindastóls og Þórs Þorlákshafnar mættust í Síkinu í gærkvöldi í Bónus deildinni. Leikirnir gegn Þórsurum hafa í gegnum tíðina boðið upp á hitt og þetta og ekki á vísan að róa varðandi úrslit. Það hefur ekki alltaf dugað heimamönnum að ná góðri forystu gegn liði Þórs en það var akkúrat það sem gerðist í byrjun leiks í gær. Gestirnir voru nálægt því að jafna leikinn í síðari hálfleik en Stólarnir fundu fjölina þegar á þurfti að halda og sigldu heim góðum sigri. Lokatölur 109-96.
Meira

Skagfirska mótaröðin farin af stað

Fyrsta mót Skagfirsku mótaraðarinnar fór fram 11. febrúar á þriðjudaginn og var einstaklega gaman að sjá hversu góð skráning var og gaman að sjá allt fólkið í stúkunni á þessu fyrsta móti vetrarins segir á Facebook-síðu Hestamannafélagsins Skagfirðingi. Hér fyrir neðan má sjá úrslit kvöldsins. 
Meira

Leikur í kvöld !

Í kvöld fimmtudaginn 13. febrúar er ekki bara verið að frumsýna Rocky Horror í Bifröst, heldur tekur mfl. karla Tindastóll á móti Þór Þorlákshöfn í Síkinu.
Meira

Karólína í Hvammshlíð fær styrki til þróunarverkefna í sauðfjárrækt

Matvælaráðuneytið úthlutaði nýverið rúmum 172 milljónum króna til 51 þróunarverkefnis á árinu 2024. Um er að ræða 23 verkefni í sauðfjárrækt, 16 í nautgriparækt og níu í garðyrkju.
Meira

Forsendur nærandi ferðaþjónustu og framtíðarsýn atvinnugreinarinnar

Dagana 11.-13. mars fer fram ráðstefna á Siglufirði og Hólum í Hjaltadal, á vegum Nordic Regenerative Tourism, sem er samstarfsverkefni fimm Norðurlanda, fjármagnað af norrænu ráðherranefndinni og stýrt af Íslenska Ferðaklasanum, þar sem þátttakendur fá innsýn í forsendur nærandi ferðaþjónustu og framtíðarsýn atvinnugreinarinnar.
Meira