Fréttir

Valur Freyr ráðinn slökkviliðsstjóri í Húnaþingi vestra

Valur Freyr Halldórsson verður nýr slökkviliðsstjóri Brunavarna Húnaþings vestra frá 1. nóvember næstkomandi. Starfið, sem er 75% starf, var auglýst laust til umsóknar í síðasta mánuði með umsóknarfresti 1. október. Ein umsókn barst. Hvanndalsbróðirinn Valur hefur raunar gegnt starfinu frá í fyrra en þá var staðan auglýst til eins árs.
Meira

Forsæludalur kominn í eigu Orkusölunnar

„Best hefði verið fyrir sveitina að áfram væri búskapur á jörðinni en það lá fyrir við búskaparlok fyrri eigenda að líklega væri hefðbundnum búskap í Forsæludal lokið,“ segir Jón Gíslason, bóndi á Hofi í Vatnsdal, aðspurður um kaup Orkusölunnar á jörðinni Forsæludal sem er fremsta byggða ból í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Gengið var frá kaupunum í síðasta mánuði.
Meira

Fyrsti heimaleikur stelpnanna í Bónusdeildinni

Fyrsti heimaleikur stelpnanna í Bónusdeildinni fer fram í kvöld þegar Stjarnan kemur norður.
Meira

Tónleikar í Bjarmanesi

Laugardagskvöldið 12. október nk. verða tónleikar haldnir í samtarfi við Minningarsjóðinn um hjónin frá Vindhæli og Garði í Bjarmanesi á Skagaströnd. Það er hinn eini sanni Magnús Þór sem mætir á Skagaströnd með gítarinn. 
Meira

Elísa Bríet valin efnilegust í Bestu deildinni af Fótbolti.net

Bestu deild kvenna í knattspyrnu lauk um helgina og það fór svo að eftir toppeinvígi Vals og Breiðabliks þá voru það Blikar sem fögnuðu Íslandsmeistaratitli eftir hreinan úrslitaleik gegn Val í síðustu umferð. Jafntefli dugði þeim grænu til sigurs og markalaust var það. Fótbolti.net tilkynnti í gær um val á liði ársins og þá valdi miðillinn efnilegasta leikmann deildarinnar og það hnoss féll í hlut leikmanns Tindastóls, Elísu Bríetar Björnsdóttur frá Skagaströnd. Til hamingju Elísa Bríet!
Meira

Jón Oddur keppir í pílu á erlendri grundu

Einn félagi í Pílukastfélagi Skagafjarðar er að fara að taka þátt í stóru alþjóðlegu móti dagana 9.-13. október næstkomandi. Í tilkynningu á Facebook-síðu PKS er sagt frá því að Jón Oddur Hjálmtýsson er að fara í keppnisferð til Búdapest þar sem hann mun taka þátt í þremur keppnum; WDF World Open, WDF World Masters og WDF World Championship Qualifier.
Meira

Farið yfir verkefnastöðu Húnabyggðar

Á fundi byggðaráðs Húnabyggðar fór sveitarstjóri yfir helstu verkefni sveitarfélagsins en nokkrum stórum verkefnum er lokið eða rétt að ljúka.
Meira

Þetta er allt að koma...| Eyjólfur Ármannsson skrifar

„Þetta er allt að koma“ eru einkunnarorð ríkisstjórnarinnar varðandi viðvarandi verðbólgu og þá óboðlegu vaxtakúgun sem almenningur hefur þurft að þola undanfarin ár. Ísland er með hæstu stýrivexti í hinum vestræna heimi. Aðeins fjögur lönd í Evrópu eru með hærri stýrivexti en Ísland: Rússland, Úkraína, Hvíta-Rússland og Tyrkland.
Meira

Landsvirkjun styrkir hönnun á göngubrú

Landsvirkjun hefur ákveðið að styrkja Húnabyggð um 5.000.000kr. vegna hönnunar á nýrri göngubrú yfir ósa Blöndu.
Meira

FISK Seafood fjárfestir í bátum og aflaheimildum

Í vikunni var gengið frá samkomulagi Hraðfrystihúss Hellissands og FISK Seafood um kaup á dragnótabátnum Gunnari Bjarnasyni SH-122 sem gerður hefur verið út frá Ólafsvík. Skipið er 100 rúmlestir að stærð og 24 metrar á lengd, smíðað í Kína árið 2001. Gunnar Bjarnason mun leysa Hafdísi SK-4 af hólmi en engar aflaheimildir fylgja með í kaupunum. Umsamið kaupverð er eitt hundrað milljónir króna og verður skipið afhent í síðari hluta desembermánaðar nk. Samkomulagið er gert með fyrirvara um forkaupsrétt Snæfellsbæjar.
Meira