Fyrsta grásleppan komin á land í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
14.02.2025
kl. 13.51

Hafey SK 10 kemur hér að landi á Sauðárkróki. Mynd tekin af skipamyndir.is og er ljósmyndarinn Jón Steinar. Hafey hét upphaflega Kristinn ÞH 163 frá Raufarhöfn og var smíðaður á Skagaströnd árið 1990. Kristinn var seldur í Skagafjörðinn árið 2005 og fékk þá núverandi nafn, Hafey SK 10.
Fyrsta grásleppulöndunin var í Skagafjarðarhöfnum á Króknum í gær og var það aflaklóin Steindór Árnason á Hafey SK 10 sem lagði inn um 100 kg. Venjan hefur verið síðastliðin ár að grásleppuvertíðin byrji ekki fyrr en í lok mars en í fyrra, í júní, var kvótasetning tegundarinnar samþykkt á Alþingi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.