Fréttir

Ljósleiðaravæðing landsins undirrituð

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og innviðaráðherra staðfestu í gær samninga fjarskiptasjóðs við 25 sveitarfélög um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Lengi hefur ríkt óvissa um hvort, og þá hvenær, mörg þúsund lögheimili í þéttbýli um land allt munu eiga kost á háhraðanetsambandi, sem er mikilvægt öryggismál og undirstaða nútíma búsetugæða. Með þessum samningum er sú óvissa ekki lengur fyrir hendi.
Meira

Á himni lækkar sólin

Ekki getum við kvartað undan veðrinu í dag! Eftir talsverðan veðurhasar síðustu vikur þar sem skipst hafa á skin og skúrir – en þó aðallega skúrir – þá virðast rólegheitin ætla að verða aðal heitin næstu daga. Vindurinn virðist hafa lagst til hvíldar, í það minnsta kominn í langt helgarfrí, en hitastigið næstu fjóra daga virðist eiga að rokka á milli 0-10 gráður að meðaltali.
Meira

Stólarnir spila undanúrslitaleik á Reyðarfirði á morgun

Karlalið Tindastóls er ekki enn alveg komið í frí frá fótboltanum en strákarnir spila á morgun, laugardaginn 21. september, við lið KFA í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði í undanúrslitum Fótbolta.net bikarsins. „Leikurinn leggst mjög vel í okkur, erum búnir að bíða í tvær vikur svo menn eru klárir í þetta,“ sagði Sverrir Hrafn Friðriksson, fyrirliði Tindastóls, þegar Feykir hafði samband.
Meira

Þetta er ekki allt að koma með fjárlagafrumvarpinu | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Fjár­laga­frum­varp næsta árs var lagt fram á Alþingi í sl. viku. Fjár­málaráðherra kynnti það und­ir yf­ir­skrift­inni „Þetta er allt að koma“. Af frum­varp­inu má ráða að við eig­um að bíða frek­ari áhrifa stýri­vaxta Seðlabank­ans og vona að verðbólgu­mark­miði bank­ans um 2,5% ár­lega verðbólgu verði náð sem er óvíst. Rík­is­fjár­mál­un­um er ekki beitt mark­visst til að ná niður verðbólgu, hvorki til að draga úr þenslu og pen­inga­magni í um­ferð né til að mæta mik­illi eft­ir­spurn eft­ir hús­næði á viðráðan­legu verði á tím­um for­dæma­lausr­ar íbúa­fjölg­un­ar.
Meira

Nýtt fjós í byggingu á Ytri Hofdölum

Systkinin Þórdís Halldórsdóttir og Þórarinn Már Halldórsson standa að búskapnum á Ytri Hofdölum í Skagafirði, Herbert Hjálmarsson maður Þórdísar er svo yfirsmiðurinn á bænum og eiga þau börnin Hjálmar Herbertsson og Iðunni Ýri Herbertsdóttur. Foreldrar Þórdísar og Þórarins eru þau Halldór Jónasson og Halldóra Lilja Þórarinsdóttir og eru allt í öllu ennþá á bænum og aðstoða í búskapnum. Eins og er eru 30 mjólkandi kýr, ört stækkandi geldneytahópur, 200 kindur og 30 truntur út í móa. Tveir hundar og þrír kettir.
Meira

Hvöt auglýsir eftir framkvæmdastjóra og yngri flokka þjálfara

Knattspyrnudeild Hvatar óskar eftir því að ráða framkvæmdastjóra og þjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Um er að ræða 100% starf sem felst annars vegar í framkvæmdastjórn knattspyrnudeildarinnar og hins vegar í þjálfun allra yngri flokka félagsins. Leitað er eftir einstaklingi með brennandi áhuga á knattspyrnuþjálfun.
Meira

Geðlestin heimsækir Krókinn í Gulum september

Í tilefni af Gulum september ætla landssamtökin Geðhjálp að ferðast um landið og bjóða upp á samtal um geðrækt og geðheilsu í bland við tónlist og gleði. Geðlestin er heiti verkefnisins en hún hefur áður farið um landið en þá var áherslan á börn og ungmenni en núna er ætlunin að hitta sveitarstjórnir, félags- og skólamálayfirvöld annars vegar og almenning hins vegar.
Meira

Afnám tollfrelsis minni skemmtiferðaskipa þegar farið að hafa neikvæð áhrif

„Höfnin hérna er búin að vera að byggja upp komur skemmtiferðaskipa til Skagafjarðar og á næsta ári var þegar búið að bóka tíu komur á Sauðárkrók og fimm á Hofsós,“ sagði Dagur Þór Baldvinsson, hafnarstjóri Skagafjarðarhafna, þegar Feykir innti hann eftir því hvort hann hefði áhyggjur af afleiðingum þess að um áramótin er stefnt að því að tollfrelsi minni skemmtiferðaskipa verði afnumið. Dagur sagðist hafa miklar áhyggjur af þessu og nú þegar hafi eitt skip afboðað komu sína vegna þessa.
Meira

Æfingaleik kvennaliðs Tindastóls frestað

Til stóð að kvennalið Tindastóls, sem mun stíga sín fyrstu spor í efstu deild eftir tvær vikur, ætti að spila æfingaleik við Stjörnuna í kvöld en leiknum hefur verið frestað vegna meiðsla og veikinda sem herja á hóp Tindastóls. Samkvæmt heimildum Feykis er verið að reyna að koma á koma leiknum á að nýju eftir viku en ákvörðun liggur ekki fyrir.
Meira

Héraðsbókasafn Skagfirðinga heldur upp á 120 ára afmælið

Héraðsbókasafn Skagfirðinga er 120 ára í ár en það var stofnað í kjölfar sýslufundar árið 1904. Síðustu tvo daga hefur verið haldið upp á tímamótin með kökuveislu á afgreiðslustöðvum safnsins; fyrst í Varmahlíðarskóla á þriðjudaginn og á Hofsósi í gær. Það verður svo hægt að gæða sér á köku í dag í höfuðstöðvum safnsins í Safnahúsinu við Faxatorg á Sauðárkróki.
Meira