Fréttir

Smábátasjómenn fagna stefnu nýrrar ríkisstjórnar

Drangey - smábátafélag Skagafjarðar hélt félagsfund þann 9. febrúar síðastliðinn og sendi frá sér ályktun þar sem fram kemur að félagsmenn fagna þeirri stefnu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að festa strandveiðar í sessi á þeim grundvelli að heimilt verði að stunda þær 12 daga á mánuði tímabilið maí - ágúst, án stöðvunar og skerðingar daglegra aflaheimilda.
Meira

Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra úthlutar styrkjum

Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra hefur ákveðið að úthluta styrkjum til fimm verkefna á þessu ári en sjóðnum barst sex umsóknir innan tilskilins frests, sem var 31. janúar síðastliðinn. Til úthlutunar var 2,5 milljónir en alls var sótt um tæpar 8,5 milljónir. 
Meira

Byggðarráð Húnabyggðar vill tvo rannsóknarlögreglumenn í umdæmið

Fréttavefurinn huni.is segir frá því að embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra hefur sent erindi til dómsmálaráðuneytisins þar sem farið er fram á að ráðuneytið fjármagni tvö stöðugildi rannsóknarlögreglumanna í umdæminu.
Meira

Borealis Data Center tryggði sér fjármögnun og fékk heiðursverðlaun á UT-messunni

Gagna­vers­fyr­ir­tækið Bor­eal­is Data Center, sem rek­ur gagna­ver á Finnlandi og á Íslandi, nánartiltekið á Blönduósi, Fitj­um í Reykja­nes­bæ og á Korpu­torgi í Reykja­vík, hef­ur tryggt sér um 21 millj­arðs króna fjár­mögn­un til að styðja við frek­ari vöxt á Íslandi og á Norður­lönd­un­um. Þá var fyrirtækinu veitt heiðursverðlaun UT-verðlauna Ský árið 2025 um sl. helgi á UT messunni sem haldin var í Hörpunni.
Meira

Unglingaráðið í körfunni komið með VEO LIVE myndavél

Barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls fékk um miðjan janúar að gjöf frá Fisk Seafood sérstaka íþróttamyndavél sem tekur upp og streymir frá leikjum í beinni útsendingu. Þessi gjöf er nú þegar farin að nýtast einkar vel því vélin var strax tekin í notkun og búið að sýna frá nokkrum leikjum. Nú geta allar ömmur og afar fylgst með í stofunni heima, frændur og frænkur erlendis frá eða foreldrar og aðrir forráðamenn sem komast ekki á alla leiki. Þá nýtist vélin einnig í þjálfun, en þjálfarar geta nú horft á upptökur af leikjum og greint tækifæri til bætinga. 
Meira

Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Vel heppnaður og fjölmennur fundur fór fram í Salnum í Kópavogi á laugardaginn þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, lýsti yfir framboði sínu til formennsku í flokknum á landsfundi hans um næstu mánaðarmót. Fólk bæði alls staðar að af landinu og alls staðar úr Sjálfstæðisflokknum mætti á staðinn og féll ræða Guðrúnar ljóslega í afar góðan jarðveg hjá viðstöddum sem klöppuðu ákaft og ítrekað á meðan á henni stóð.
Meira

Hjólaferðaþjónusta - viðburður

Hjólreiðar eru að verða sífellt vinsælli ferðamáti, bæði hvað varðar ferðalög til og frá vinnu en einnig í frístundum. Hjólaferðamennsku hefur einnig vaxið fiskur um hrygg undanfarið og þann 24. febrúar næstkomandi býður Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra upp á spennandi viðburð þar sem skoðaðir eru möguleikar í hjólaferðaþjónustu og hvernig hægt er að nýta hjólreiðar sem hluta af öflugri ferðaþjónustu, segir á heimasíðu Húnþings vestra.
Meira

Simon og Goran semja við Kormák/Hvöt

Aðdáendasíða Kormáks, og væntanlega Hvatar líka, tilkynnir nú leikmannaráðningar nánast daglega eins og enginn sé morgundagurinn og ljóst að Húnvetningar er með metnað fyrir sumrinu hjá Kormáki/Hvöt.
Meira

Rocky Horror á fjalir í Bifröst

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýnir fimmtudaginn 13. febrúar nk. Rocky Horror sem þarf nú sennilega ekki að kynna mikið fyrir fólki frekar en leikstjórann Eystein Ívar Guðbrandsson sem leikið hefur í uppsetingum Leikfélags Sauðárkóks frá unga aldri, en fyrir þá lesendur sem ekki þekkja Eystein þá er hann einn af sex systkinum í miðju hollinu, á tvær eldri systur, eina yngri og tvo yngri bræður. Hann er sonur Guðbrandar J. Guðbrandssonar og Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur, fæddur og uppalinn á Sauðárkróki.
Meira

Piccata kjúklingur og Creme brulée | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 30, 2024, voru Muggur og Lóa (Guðmundur Árnason og Ólöf Hartmannsdóttir) en þau búa á Sólvöllum, Skagfirðingabraut 15, á Sauðárkróki. Mugg þekkja flestir á Króknum en hann hefur verið vallarstjóri á golfvellinum í rúm 20 ár en Lóa starfar sem grunnskólakennari í Árskóla.
Meira