Fréttir

Miðasala á Jólin heima er hafin

Miðasala á jólatónleikana Jólin heima er hafin, en tónleikarnir fara fram í Miðgarði laugardaginn 14. desember og hefjast kl. 21. Miðasalan fer fram á vefsíðunni Feykir.is, hlekkur á fréttasíðunni vísar í miðasölu.
Meira

Vígalegasta helgi ársins í Skagafirði framundan | Samantekt á dagskrá helgarinnar

Í nýjasta tölublaði Feykis var spurning vikunnar Laufskálarétt er… svörin voru sönn að mati blaðamanns, „skemmtilegasta helgi ársins,“ „hámenningarviðburður sem á sér fáa líka í íslenzku nútímasamfélagi,“ „vígalegasta helgi ársins í Skagafirði sem einkennist af stemmingu, gleði og hrossum. Það er nefnilega svo að ein stærsta ferðamannahelgi ársins í Skagafirði er framundan.
Meira

Bana­slys við Fossá - norðan við Skagaströnd

Alvarlegt umferðaslys varð á Skagavegi, norðan við Skagaströnd við Fossá á þriðja tímanum í gær þriðjudaginn 24. sept. Bifreið lenti utan vegar og ofan í ánni. Ökumaður bifreiðarinnar lést en farþegi hennar var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til frekari aðhlynningar.
Meira

Orkunýlendan Ísland? | Bjarni Jónsson skrifar

Kapphlaupið um Ísland er í algleymingi, náttúru og auðlindir þjóðarinnar. Um landið sveima lukkuriddarar og leppar erlendra stórfyrirtækja og ríkjasambanda, ásamt fleira landsölufólki og íslenskum meðhlauppsmönnum. Uppkaup á landi, útsendarar að festa landspildur og ósnortna náttúru fyrir hrikaleg áform um stórfelda uppsetningu vindmylla og vindmyllugarða í andlit fólks víðsvegar um landið. Það er mikið undir áður en komið verður á þá böndum.
Meira

Formaður Framsóknar jaðarsetur Norðvestrið | Sigurjón Þórðarson skrifar

Ég kom inn á þingið í dag [í gær] sem varaþingmaður, en það sem ég rak augun fyrst í er að Sigurður Ingi virðist markvisst hafa jaðarsett þingmenn sína í Norðvesturkjördæminu.
Meira

Uppgjörsálestur hjá Skagafjarðarveitum

 Skagafjarðarveitur vilja koma eftirfarandi á framfæri til viðskiptavina sinna sem eru með mælda notkun á heitu vatni.
Meira

Fást engin svör | Hjörtur J. Guðmundsson

Margítrekaðar tilraunir til þess að reyna að fá skýringar á því hvers vegna stjórnvöld ákváðu skyndilega að hætta að halda uppi vörnum gagnvart Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), sem hefur krafizt þess að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn gangi framar innlendri lagasetningu, hafa engan árangur borið. Vörnum var haldið uppi í áratug þar til því var allt í einu hætt fyrir um tveimur árum síðan. Eina skýringin virðist vera sú að nýr utanríkisráðherra tók við embætti, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2025.
Meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2025

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur opnað fyrir umsóknir um styrki fyrir árið 2025. Markmið og hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða og ferðamannaleiða um land allt og styðja með því við þróun ferðaþjónustu sem mikilvægrar og sjálfbærrar stoðar í íslensku atvinnulífi. Það er jafnframt markmið sjóðsins að stuðla að jafnari dreifingu ferðamanna um landið og styðja við svæðisbundna þróun.
Meira

Ný hitaveituhola í Borgarmýrum

Á heimasíðu Skagafjarðar segir að borun nýrrar borholu (BM-14) í Borgarmýrum lauk þann 20. september sl. ÍSOR gerði prófanir á holunni samdægurs. Í ljós kom að um öfluga vinnsluholu er að ræða. Úr henni er sjálfrennsli upp á 20-30 sekúndulítra af 69°C heitu vatni. Slíkt magn nægir fyrir 500 meðal íbúðir/hús. Leiða má líkur að því að ef dælu væri komið fyrir í borholunni mætti ná 80-100 sekúndulítum af vatni. En dælingu þarf að skoða sérstaklega, m.t.t. annarra borhola á svæðinu, þar sem um sama jarðhitaforðabúr er að ræða.
Meira