Fréttir

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2025

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur opnað fyrir umsóknir um styrki fyrir árið 2025. Markmið og hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða og ferðamannaleiða um land allt og styðja með því við þróun ferðaþjónustu sem mikilvægrar og sjálfbærrar stoðar í íslensku atvinnulífi. Það er jafnframt markmið sjóðsins að stuðla að jafnari dreifingu ferðamanna um landið og styðja við svæðisbundna þróun.
Meira

Ný hitaveituhola í Borgarmýrum

Á heimasíðu Skagafjarðar segir að borun nýrrar borholu (BM-14) í Borgarmýrum lauk þann 20. september sl. ÍSOR gerði prófanir á holunni samdægurs. Í ljós kom að um öfluga vinnsluholu er að ræða. Úr henni er sjálfrennsli upp á 20-30 sekúndulítra af 69°C heitu vatni. Slíkt magn nægir fyrir 500 meðal íbúðir/hús. Leiða má líkur að því að ef dælu væri komið fyrir í borholunni mætti ná 80-100 sekúndulítum af vatni. En dælingu þarf að skoða sérstaklega, m.t.t. annarra borhola á svæðinu, þar sem um sama jarðhitaforðabúr er að ræða.
Meira

Nýr rafmagnsbíll tekinn í notkun hjá Þjónustumiðstöð Skagafjarðar

Nýr og glæsilegur rafmagnsbíll hefur verið tekinn í notkun hjá Þjónustumiðstöð Skagafjarðar. Bíllinn er af gerðinni VW ID Buzz, er full rafmagnaður rafbíll með 79Kwh rafhlöðu og uppgefin drægni er 420km. Bíllinn er vel búinn þægindum og lúxus og er með 170kw hleðslugetu segir á heimasíðu Skagafjarðar.
Meira

Eldur í gömlu mannlausu húsi í Hjaltadal

Í morgunsárið þann 23.september fengu Brunavarnir Skagafjarðar útkall að eldur væri í gömlu mannlausu íbúarhúsi að Efra - Ási í Hjaltadal.
Meira

Loksins lágvöruverslun til Skagafjarðar? | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Á fundi skipulagsnefndar í liðinni viku lagði undirrituð sem fulltrúi VG og óháðra fram tillögu sem hvetja á lágvöruverslun til að rísa á Sauðárkróki. Tillagan var samþykkt með 2 atkvæðum þeirra VG og óháðra og Sjálfstæðisflokks. Fulltrúi Framsóknar greiddi ekki atkvæði með tillögunni.
Meira

Um 50 manns sóttu íbúafund í Félagsheimilinu Hvammstanga

Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að þann 17. september sl. var haldinn fjölsóttur íbúafundur í Félagsheimilinu Hvammstanga. Fundarefnið var uppbygging samfélagsmiðstöðvar í húsinu en verkefnið hefur verið í þróun um nokkurt skeið. Um 50 manns komu til fundarins og unnu í hópum að því að setja fram hugmyndir um hvað ætti að vera í húsinu, hvernig nýta ætti rými hússins, hvað samfélagsmiðstöðin ætti að heita o.s.frv.
Meira

Húnabyggð hvetur íbúa til þátttöku í heilsudögum

Íbúar Húnabyggðar eru hvattir til að hreyfa sig, ganga eða hjóla í vinnu, fara í göngu- og hjólatúra en einnig að taka þátt í viðburðum sem boðið verður upp á. Heilsudagarnir byrjuðu í gær og standa til mánudagsins 30. september.
Meira

Elskar að prjóna heimferðarsett þegar von er á litlum krílum

Hulda, eins og hún er alltaf kölluð er hjúkrunarfræðingur og tanntæknir og býr á Sauðárkróki. Maki hennar er Ingimundur K. Guðjónsson tannlæknir og Hulda starfar á tannlæknastofunni með honum. Þau eiga saman fimm börn sem öll eru flutt úr hreiðrinu og tíu barnabörn.
Meira

Það er best að kótiletturnar séu af húnvetnskum hryggjum

„28 september heldur Frjálsa kótilettufélagið í Austur-Húnavatnssýslu upp á 10 ára starfsafmæli en á þessum 10 árum höfum við haldið 45 kótilettukvöld, flest í Eyvindastofu hjá B&S, en þetta verður í fimmta skipti sem við verðum í félagsheimilinu og í öll skiptin verið húsfyllir,“ sagði Valdimar Guðmannsson, Valli Húnabyggð, þegar Feykir hafði samband og spurði hvað væri eiginlega að gerast á Blönduósi laugardaginn 28. september.
Meira

Metfjöldi nemenda í sögu skólans

Á þessari haustönn hófu 800 nemendur nám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra að fjarnemum meðtöldum og er þetta metfjöldi í sögu skólans. Skólinn býður upp á afar fjölbreytt nám bæði bóklegt og verklegt. Boðið er upp á fimm námsbrautir til stúdentsprófs, sex iðnnámsbrautir og sex starfsnámsbrautir auk starfsbrautar. Það nýjasta í þessum efnum er nám í bifvélavirkjun, rafveituvirkjun og kvikmyndagerð. Feykir hafði samband við Þorkel V. Þorsteinsson, Kela, aðstoðarskólameistara FNV og lagði fyrir hann örfáar spurningar.
Meira