Fréttir

Skáksamband Íslands gaf Húnaskóla taflsett og skákklukkur

Skáksamband Íslands kom færandi hendi í Húnaskóla þriðjudaginn var en heimsóknin er liður í undirbúningi fyrir 100 ára afmæli Skáksambandsins sem verður þann 23. júní í Húnabyggð. Það voru þeir Gunnar Björnsson og Björn Ívar Karlsson sem komu fyrir hönd Skáksambandsins með tíu taflsett og tíu skákklukkur sem nemendur skólans geta nú notað í frítíma sínum í skólanum.
Meira

Myndasamkeppni Húnaþings vestra

Húnaþing vestra óskar eftir myndum til að birta í kynningarefni, á heimasíðu og samfélagsmiðlum sveitarfélagsins. Markmið keppninnar er að auka flóru myndefnis sem birt er í skýrslum, fréttum og öðru á vegum Húnaþings vestra. Frestur til að senda inn er til 28. febrúar 2025 og er því um að gera að fara yfir bæði gamlar og nýjar myndir eða taka upp myndavélina og byrja að mynda strax í dag. 
Meira

Guðrún Hafsteinsdóttir kynnir framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins

Sjálfstæðisflokkurinn heldur landsfund um næstu mánaðamót. Það má búast við spennandi fundi enda munu Sjálfstæðismenn velja sér nýjan formann þar sem Bjarni Benediktsson hyggst ekki gefa kost á sér og hefur þegar látið af þingstörfum. Tveir frambjóðendur eru um hituna þegar hér er komið sögu en það eru þær Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir.
Meira

Tekjur Esju gæðafæði jukust um 1,2 milljarð króna milli áranna 2022 og 2023

Bændablaðið segir frá því að hagnaður Kjötvinnslunnar Esju gæðafæði, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, var 290 milljónir króna í fyrra, samanborið við tæpar 146 milljónir króna árið á undan og hefur afkoma þess aldrei verið betri. Tekjur ársins 2023 námu 5,5 milljörðum króna og jukust um 1,2 milljarða frá árinu 2022..
Meira

Viðgerðir við erfiðar aðstæður

Starfsfólk Vegagerðarinnar og verktakar vinnur nú að því að gera við holur og aðrar skemmdir sem hafa myndast á vegum víða um land eftir umhleypingasamt veður. Unnið er við erfiðar aðstæður, þar sem umferð ökutækja er mikil, jafnvel dimmt í veðri, mikil rigning og bleyta. Erfitt getur verið fyrir ökumenn að sjá fólk að störfum sem skapar hættu á slysum. Vegagerðin biður vegfarendur að sýna sérstaka varkárni og draga úr hraða þegar ekið er hjá viðgerðarsvæðum segir á heimasíðu Vegagerðarinnar. 
Meira

Jón Jökull Jónsson ráðinn í starf umsjónarmanns verkstæðis

Jón Jökull Jónsson hefur verið ráðinn í starf umsjónarmanns verkstæðis á Veitu- og framkvæmdasviði hjá sveitarfélaginu Skagafirði og mun hefja störf í mars.
Meira

Hlaut viðurkenningu fyrir afburða árangur í framreiðslu

Árlega hefur Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur haldið Nýsveinahátíð til heiðurs nýsveinum sem lokið hafa sveinsprófi með afburða árangri í sinni iðngrein. Skagfirðingurinn Heiðdís Líf Jóhannsdóttir hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir afburða árangur í sinni Iðngrein – Framreiðslu. Það var frú Halla Tómasdóttir forseti Íslands sem afhenti viðurkenninguna.
Meira

Íbúafundur í Húnaþingi vestra vegna opnunartíma leikskóla og frístundar

Stytting vinnuvikunnar hjá starfsfólki Húnaþings vestra, sem tók gildi 1. nóvember á síðasta ári og þýðir að full vinnuvika er 36 stundir, veldur mönnunarvanda m.a. í leikskóla og frístund sveitarfélagsins. Af þessu tilefni boðar sveitarfélagið til íbúafundar þriðjudaginn 18. febrúar.
Meira

Dverghamstur sem á inniskó og smóking | Ég og gæludýrið mitt

Í Birkihlíðinni á Króknum býr Elsa Rún Benediktsdóttir en hún er tíu ára og á dverghamsturinn Sprota. Elsa Rún er dóttir Ásbjargar Ýrar Einarsdóttur (Obbu á Wanitu) og Benedikts Rúnars Egilssonar. Elsa á einnig einn eldri bróðir, Egil Rúnar, og yngri systur, Maríu Guðrúnu.
Meira

Taco skálar og Dísudraumur | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 31, 2024, voru Stella Dröfn Bjarnadóttir, fædd og uppalin á Mannskaðahóli í Skagafirði, og Jóhannes Geir Gunnarsson, fæddur og uppalinn á Efri Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu. Stella og Jóhannes búa á Efri-Fitjum ásamt börnum þeirra tveim.
Meira