Kjarasamningar kennara undirritaðir
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
26.02.2025
kl. 09.40
Kjarasamningur Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara laust fyrir miðnættið í gærkvöld. Samningurinn er mjög svipaður þeim sem sveitarfélögin höfnuðu síðastliðinn föstudag.
Ríkissáttasemjari hafði boðað samningsaðila til fundar klukkan 15 í gær, eftir vonbrigði síðasta föstudag. Þá samþykktu kennarar innanhússtillögu sáttasemjara en sveitarfélögin höfnuðu. Vilko vöfflunar voru svo dregnar fram og byrjað var að baka þegar samningar náðust loks í gærkvöldi eftir fimm mánaða deilu. Sennilega verður hrært í vöfflur á einhverjum kaffistofum í skólum landsins í dag til að fagna því að þessu sé nú lokið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.