Landsmenn hvattir til að koma sér upp viðlagakassa

Það er mikilvægt að öll heimili landsins geti komist af í að minnsta kosti 3 daga ef neyðarástand skapast. Neyðarástand getur skapast af ýmsum ástæðum og oft með stuttum eða engum fyrirvara. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að hvert og eitt okkar geti bjargað sér í einhverja daga án utanaðkomandi hjálpar. Við þurfum að búa okkur undir að vera án rafmagns og vatns í að minnsta kosti 3 daga.

Með því að geta bjargað okkur sjálf í einhverja daga léttum við álag á viðbragðsaðilum sem geta þá sinnt þeim sem eru verr stödd og það verður jafnframt auðveldara að takast á við stöðuna.

Vera með áætl­un og viðlaga­kassa til­bú­inn

Þá seg­ir að öll heim­ili eigi að vera með heim­ilisáætl­un og viðlaga­kassa til­bú­inn. Viðlaga­kass­inn sé hugsaður fyr­ir helstu nauðsynj­ar sem fólk þurfi til að kom­ast af á heim­ili sínu í að minnsta kosti þrjá daga verði til dæm­is bæði vatns- og raf­magns­laust.

Eft­ir­talda hluti er gott að setja í kass­ann:

  • Útvarp
  • Raf­hlöður
  • Kerti
  • Eld­spýt­ur/​kveikjara
  • Prím­us eða gasgrill
  • Vasa­ljós
  • Viðgerðarlím­band
  • Fjöl­nota verk­færi
  • Lista yfir mik­il­væg síma­núm­er
  • Skyndi­hjálp­artösku

Fólk hvatt til að út­búa kass­ann strax

„Þá þarf mat­ur og vatn fyr­ir alla fjöl­skyld­una til þriggja daga að vera til­tækt á heim­il­inu. Ekki gleyma gælu­dýr­un­um. Það er aldrei að vita hvenær þörf á að grípa til viðlaga­kass­ans skap­ast og því hvet­ur Rauði kross­inn lands­menn til að út­búa hann strax,“ seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ing­unni.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar hér >

Heimild: rki.is og mbl.id

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir