Jón Gnarr vill skoða þann möguleika að opna Háholt að nýju
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
26.02.2025
kl. 13.15
Árið 2017 var tekin ákvörðun af Barnaverndarstofu að loka meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði án samráðs við Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Breyttar meðferðaráherslur voru sagðar helsta ástæðan og að færa ætti starfsemina á höfuðborgarsvæðið. Húsið var fyrir skemmstu auglýst til sölu og Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar sem situr í velferðarnefnd Alþingis vakti athygli á því að nú væri búið að auglýsa Háholt til sölu sem áður var meðferðarheimili fyrir börn. Jón segir í pistli sínum að hann hafi fyrst og fremst boðið sig fram til Alþingis til að vinna að málefnum barna í vanda sem honum finnst vera málaflokkur sem hafi gleymst.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.