Bíósýningar vikunnar í Króksbíói

Það geta ekki öll bæjarfélög státað sig af því að boðið sé upp á bíósýningar nokkrum sinnum í viku en það er hinsvegar reyndin á Króknum. Alla jafna birtast bíóauglýsingarnar í Sjónhorni vikunnar sem kemur út alla miðvikudaga. En því miður uðru þau leiðu mistök þessa vikuna að auglýsingin fyrir bíóið birtist ekki í prentútgáfu Sjónhornsins en er í rafræna eintakinu sem hægt er að lesa hér. 

Þær myndir sem Króksbíó ætlar að bjóða upp á í vikunni eru....

SIGURVILJI - verður sýnd fimmtudaginn 27. febrúar kl: 20:00.

Sigurbjörn Bárðarson er þjóðsagnarpersóna í lifanda lífi og einn verðlaunaðasti íþróttamaður íslenskrar íþróttasögu. Hann hóf ferilinn ungur með tvær hendur tómar en var fljótur að læra af hestaköllum og bílabröskurum hvernig hann ætti að ná árangri og standa á toppnum.

Sigurvilji er mynd af miklum sigurvegara, dýravini og baráttumanni sem hefur áratugum saman verið í fremstu röð af eigin verðleikum.

ÞEGAR JÖRÐIN SPRAKK Í LOFT UPP verður sýnd sunnudaginn 2. mars kl:15:00 - verður með Ísl. tal.

CAPTAIN AMERICA: Brave New World verður sýnd mánudaginn 3. mars kl: 20:00 - bönnuð 12 ára og yngri.

   

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir