Ert þú með lausa skrúfu? | Frá Grófin Geðrækt
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
10.10.2024
kl. 10.37
Oft er grínast með það að fólk sem glímir við andleg veikindi séu með lausa skrúfu, jafnvel fleiri en eina. Hugmyndin að nafni á vitundarvakningu til að auka meðvitund okkar allra um að gæta vel að andlegri heilsu, efla forvarnir og minnka fordóma gagnvart andlegum veikindum, er einmitt sótt í þetta saklausa grín. Það eru notendur Grófarinnar Geðræktar á Akureyri sem standa að baki Lausu Skrúfunni og er það eitt valdeflandi nýsköpunarverkefna sem þar er unnið. Því er ætlað að bæta samfélagslega vitund okkar allra um mikilvægi þess að hugsa vel um sína andlegu heilsu, hlúa að og rækta sem forvörn. Einnig að hjálpa fólki að leita sér aðstoðar þegar þess er þörf og í því samhengi að berjast gegn sínum innri fordómum ekki síður en ytri.
Meira