Lögreglan á Norðurlandi vestra kynnir niðurstöður úr könnun
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
25.02.2025
kl. 13.10
Á heimasíðu Lögreglunnar voru nýlega birtar niðurstöður könnunar um reynslu almennings af afbrotum og viðhorf til lögreglu, sem framkvæmd var síðasta sumar. Úrtakið var 4482 einstaklingar sem voru af öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Má þar lesa að rúmlega 90% íbúa á Norðurlandi vestra telja lögreglu sinna mjög góðu eða frekar góðu starfi og er sýnileiki lögreglu með ágætum segja um 87% íbúa, þ.e. að þeir sjá lögreglu vikulega eða oftar í sínu hverfi eða byggðalagi samanborið við 44% allra landsmanna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.