„Litla sveitastúlkan“ fékk ekki Óskarinn
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
05.01.2024
kl. 09.28
Val á Íþróttamanni ársins 2023 fór fram á Hilton hótelinu í Reykjavík í gærkvöldi. Tíu íþróttamenn voru tilnefndir og var það handboltakappinn Gísli Þorgeir Kristjánsson sem fór heim með verðlaunagripinn eftirsótta, sigraði kosningu íþróttafréttamanna með nokkrum yfirburðum og er vel að heiðrinum kominn. Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, og Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls, voru á staðnum enda Pavel tilnefndur sem þjálfari ársins og meistaralið Tindastóls sem lið ársins.
Meira